Blik - 01.05.1965, Page 162
160
B L I K
hreppsnefnd Vestmannaeyja Lands-
banka Islands og spurðist fyrir um
það, hvort bankinn yrði ekki til-
kippilegur að veita hreppnum kr.
20.000,00 lán til barnaskólabygg-
ingar. Um svipað leyti skrifaði
hreppsnefndaroddviti fræðslumála-
stjóra, Jóni Þórarinssyni, og bað
hann að hlutast til um það, að
hreppurinn fengi styrk úr landssjóði
til skólabyggingarinnar. Jafnframt
var fræðslumálastjóra sendur sá
uppdráttur af væntanlegu barna-
skólahúsi, er Rögnvaldur húsameist-
ari hafði sent hreppsnefndaroddvita
og hreppsnefndin kosið til þess að
byggja eftir.
Svar Landsbankans til hrepps-
nefndarinnar við lánbeiðni hennar
virðist hafa dregizt á langinn, svo að
oddviti sendi bankanum skeyti 28.
maí. Svarskeyti bankans hef ég í
hendi mér. Það er þess vert að það
sé birt orðrétt, ekki sízt sökum þess,
að það er „rukkun" um leið.
Reykjavík, 29- maí 1914.
Hreppsnefndin í Vestmannaeyjum.
Vér fengum í gær frá yður sím-
skeyti svohljóðandi:
„Fæst ekki lán þ. á. allt að kr.
20.000 og allt að 10.000 kr. n. á.
til skólabyggingar? Morgunsvar,"
er vér svöruðum samstundis með
svohljóðandi símskeyti: „Nei, sam-
anber bréf 25/5" og staðfestum við
það skeyti hér með. Svarið kostaði
eina krónu, er biðst send oss við
tækifæri.
Virðingarfyllst.
Landsbanki Islands
Björn SigurSsson. Jón Gunnarsson.
settur.
Tveim mánuðum síðar eða 27.
júlí svaraði fræðslumálastjóri hrepps-
nefndinni, beiðni hennar um
styrk úr landssjóði til skólabygg-
ingarinnar. Með því að það svar var
afgerandi um byggingarframkvæmd-
irnar, þykir mér rétt að birta það
hér.
Reykjavík, 27. júlí 1914.
Stjórnarráðið hefur í fyrradag
skrifað mér á þessa leið:
Eftir móttöku bréfs yðar, herra
fræðslumálastjóri, dags. 15. þ. m.,
og samkvæmt tillögum yðar, hefur
stjórnarráðið veitt hreppsnefndinni
í Vestmannaeyjum styrk til þess að
koma þar upp fyrirhuguðu barna-
skólahúsi samkvæmt uppdrætti húsa-
meistara Rögnvaldar Olafssonar,
ásamt brunni í sambandi við húsið,
allt að Vs kostnaðar, en hins vegar
sér stjórnarráðið sér eigi fært að
heita styrk til leikfimihúss og leik-
vallar, fyrr en fyrir liggur teikning
af húsinu og nánari upplýsingar
um stærð leiksvæðisins og áætlun
um kostnað við lagfæringu þess og
girðingu.
Virðingarfyllst.
Jón Þórarinsson.