Blik - 01.05.1965, Page 166
164
B L I K
Haustið 1918 var meginið af
skólabyggingunni að mestu full-
gert ofan kjallara og íbúðir tvær í
hvorum stafni undir súðum. Ekkert
hafði þá verið unnið að kjallaran-
um. Mörgu öðru var ábótavant. Eng-
in forstofa var við húsið og olli það
kulda og blæstri um dyr þess í norð-
an og norðvestan vindum og ágangi
vatns í suðvestanátt, þar sem útidyr
eru á vesturstafni. Engar vatnsleiðsl-
ur voru í húsinu og hvergi rennandi
vatn. Grafinn var og múrhúðaður
saurkjallari vestan við húsið og þar
byggð útisalerni. Þannig var það
næstu 10—12 árin. Engar skólp-
leiðslur eða frárennslispípur höfðu
verið lagðar um skólahúsið eða
tengdar því.
Þannig var þetta 1919, er fyrsta
skóianefndin var kosin af hinni ný-
kjörnu bæjarstjórn, sem þá var
kosin fyrsta sinni samkv. nýjum lög-
um um bæjarstjórn í Vestmanna-
eyjum.
Nýja skólanefndin ályktaði, að
nota mætti aðra stofuna í kjallara
skóiabyggingarinnar til þess að
kenna í henni fimleika, þótt hún
væri hvorki einangruð eða þiljuð
innan, — aðeins útveggirnir berir.
Enginn fékkst til að taka þá kennslu
að sér. Hina kjallarastofuna skyldi
nota handa bókasafni hins nýstofn-
aða kaupstaðar, þótt hún væri ekki
betur úr garði gerð. Svo var gert og
er það önnur saga, — hörmulegt
ómenningarfyrirbrigði í bæjarfélag-
inu, sem Kolka læknir kom að síðar
(1923) í grein í blaði sínu Skildi.
Skólabyggingin var raflýst vet-
urinn 1915 —1916.
Ekkert hafði verið gert í kringum
skólahúsið að gerð leikvallar. Þar
óð allt út í for og leðju í vætutíð.
Erfitt var að hafa fullkomið hrein-
læti í skólabyggingunni, þar sem
ekkert rennandi vatn var þar eða
vatnsleiðsla um húsið.
Skólanefndin fól formanni sínum
að ræða þetta vandræðaástand
barnaskólans við ráðandi menn í
nýju bæjarstjórninni, kosin fyrsta
sinni. Skólanefndarformaðurinn
sótti málið að festu og ýtni, og 3.
júní 1919 tók bæjarstjórn mál þetta
til umræðu. Að lokum gerði hún
þessa samþykkt:
„Bæjarstjórn felur skólanefnd að
útvega áætlun við fullnaðarbygg-
ingu skólahússins eins og lýst er í
bréfi hennar og fundargjörð ásamt
girðingu um lóðina og leikskála."
Af þessu spruttu framkvæmdir við
bygginguna. Skólpþrær voru grafn-
ar, vatnspípur lagðar um húsið og
vatnsdæla sett á kerfið. Svo var mál-
að og snyrt á ýmsan annan hátt.
Framkvæmdir þessar kostuðu sam-
tals kr. 6.386,28, og alls var unnið
fyrir kr. 9.803,40 það ár við skóla-
bygginguna. Það var í rauninni fúlga
fjár á þeim tímum, þegar hurð með
karmi og járnum kostaði kringum
46 krónur, árslaun kennara 1200—
1500 krónur, og niðurjöfnun útsvar-
anna í kaupstaðnum nam kr.
96.345,00 og tæpur fjórði hluti
gjaldendanna bar kr 10 í útsvar eða
minna.