Blik - 01.05.1965, Side 167
B L I K
165
Haustið 1919 hafði verið brotið
mikið af rúðum í skólahúsinu og
ekkert gler fáanlegt í landinu. Var
þá afráðið að láta tréspjöld fyrir
glugga þessa til bráðabirgða. Engin
kol heldur fáanleg, svo að hita mætti
skólahúsið.
Um mitt sumar 1920 var gerð
áætlun um framhaldsframkvæmdir
við skólabygginguna og viðgerð á
ýmsu, sem úrskeiðis hafði farið.
Aætlað var, að framkvæmdir þær
kostuðu samtals kr. 20.765,00. Af-
réð þá bæjarstjórn að ráða Magnús
Isleifsson, trésmíðameistara í Lond-
on, til þess að annast framkvæmdir
þessar og ráða jafnframt Engilbert
Gíslason, málarameistara, til þess að
mála það af húsinu, sem aldrei
hafði komht í kynni við þau efni.
Allt kom fyrir ekki. Ekkert fékkst
gert. Peningaleysi borið við. Loksins
árið 1921, síðla sumars, eftir að
fræðslumálastjóri hafði verið kall-
aður til Eyja og hann síðan knúið á
um framkvæmdirnar, var hafizt
handa um viðgerð og framhald
byggingaframkvæmda í skólahús-
inu. Þá var þetta gert: Málað þak
hússins, allt húsið málað innan
veggja, einangraðir og múrhúðaðir
innveggir í kjallara, línoleumdúkar
lagðir á öll gólf hússins og gert við
miðstöðvarkyndingu, sem alltaf
hafði verið í ólagi frá því húsið var
byggt. Allt var þetta gert samkvæmt
kröfu fræðslumálastjóra, sem skrif-
aði skólanefnd ítarlegt bréf um
þarfir þessar, enda málið honum
skylt, þar eð Landssjóður hafði styrkt
bygginguna um allt að þriðjung
byggingarkostnaðarins. Sýslumaður,
Karl Einarsson, sem einnig var eins
konar forseti eða framkvæmdastjóri
bæjarstjórnar og gjaldkeri samkv.
lögum um bæjarstjórn í Vestmanna-
eyjum, hafði tjáð fræðslumálastjóra,
að bæjarstjórn væri það vel ljóst, að
framkvæmdirnar við barnaskóla-
húsið væri nauðsyn, sem þeir hefðu
átt að vera búnir að inna af hendi
fyrir 2 árum, en fjárhagsvandræði
kaupstaðarins hefðu til þessa haml-
að framkvæmdunum.
Björn skólastjóri átti við marg-
háttaða erfiðleika að etja þau ár, er
hann starfaði í Eyjum. Aður hefi ég
drepið á eldsneytisskortinn af völd-
um heimsstyrjaldarinnar. Hér er
annað dæmi:
Haustið 1916 gengu hér í bæ
mislingar, svo að fjölmargir veikt-
ust. Tók þá sýslumaður skólahúsið
(Heimagata 3) með valdi og gerði
það að sóttvarnarhúsi. Var það
nokkrum dögum áður en skólinn
skyldi hefjast.
Skólanefnd sá sér ekki annað
fært, en að kæra þetta framferði lög-
reglustjóra fyrir stjórnarráðinu og
beiðast úrskurðar.
Hinn 29. sept. barst skólanefnd
eftirfarandi skeyti:
„Lögreglustjóri hefur enga heim-
ild til að taka skólahúsið til neinnar
notkunar. Stjórnarráðið vill ekki
skólahús nokkru sinni sé brúkað
sem sóttvarnarhús. Hefur símað
L