Blik - 01.05.1965, Page 177
B L I K
175
skólastjóri væri höfundur níðritsins.
Þessu gátu Eyjabúar ekki trúað, svo
vel hafði Björn skólastjóri kynnt sig
í Eyjum undanfarin tvö og hálft ár,
sem hann hafði verið þar. Menn
höfðu ekki til þessa kynnzt öðru en
drengskap og veglyndi hjá þessum
manni bæði í skólastarfi og utan
þess.
Sjálfur hlaut Björn skólastjóri nú
að finna ljóslega, hvað að honum
sneri frá vissum valdamönnum í bæj-
arfélaginu. Opinberlega var hér ver-
ið að hnekkja honum persónulega
og grafa undan starfi hans. Oþurft-
araflið var hér að verki.
Björn skólastjóri mótmælti kröft-
uglega þessum sakargifmm og ó-
drengilegu illkvittni, sem miðaði að
því að skerða æru hans og almennt
traust. Þeim mótmælum kom skóla-
stjórinn út til almennings í Eyjum,
svo að öllum varð kunnugt, að hann
var saklaus af því að hafa skrifað
níðritið eða eiga nokkurn þátt í því,
að það var gefið út.
Þá var seinni þátturinn eftir.
I fréttablaði, er borið var um
þorpið og selt á götum þess nokkru
síðar, birti sami greinarhöfundur, er
troða vildi skóinn niður af skóla-
stjóranum og gera honum uppeldis-
starfið í sveitarfélaginu sem allra
erfiðast, aðra grein, er hann nefndi:
„Björn svarar fyrir sig". Þar stóð
þetta m. a.:
„Yfirlýsing hans (þ. e. Björns
skólastjóra) um það, að hann hafi
ekki skrifað Krossgatnagreinina, er
sjálfsagt þörf . . . . Hann segist ekki
eiga ritið, og það ætti að vera nóg
fyrir þá, sem höfðu eignað honum
það. Hins vegar ber yfirlýsing hans
það með sér, að honum tekur sárt
til þess, og verður það þá trúanlegra,
sem einn af nábúum hans sagði
mér um daginn, að Birni hefði þótt
ritið ágætt" (Fréttir 1917).
Samt sem áður skyldi skólastjór-
inn bera það orð, að níðið hefði fall-
ið honum vel í geð. Það skyldu nem-
endur hans hafa í huga, er hann
beitti áhrifum sínum þeim til upp-
eldis og þroska. Og foreldrunum
skyldi þá einnig vera það ljóst,
hvaða mann skólastjórinn hefði að
geyma svona innra með sér.
Skólastjóra duldist það nú ekki
lengur, hvers kyns öfl í sveitarfélag-
inu steðjuðu að og beittu áhrifum
sínum honum og starfi hans til
óþurftar og niðurrifs. Þó hélt hann
áfram ótrauður starfi sínu fyrst um
sinn, sem lítið hefði í skorizt. En
andinn lifði í glæðunum og gerði
honum flest til miska, ef hann mátti
því við koma, og spyrnti gegn brodd-
unum.
Vorið 1920 var séra Ólafi Ólafs-
syni prófasti að Hjarðarholti í Döl-
um veitt lausn frá embætti. Þessi
mæti klerkur hafði rekið alþýðu-
skóla á heimili sínu í Hjarðarholti
um 20 ára bil við mikinn og góðan
orðstír. Atti sá skóli nú að hætta
störfum? Nú var úr vöndu að ráða
fyrir hugsjónamanninn Björn H.
Jónsson, skólastjóra í Vestmanna-
eyjum. Lýðháskólahugsjónin hafði
alltaf heillað hann, síðan hann