Blik - 01.05.1965, Page 179
BJÖRN HERMANN JÓNSSON
skólastjóri í Vestmannaeyjum 1914-1920,
og kona hans Jónína G. Þórhallsdóttir, kennari
Síðla sumars 1914 hófst fyrri
heimsstyrjöldin, er stóð til 1918.
Islendingar voru að mörgu leyti ver
búnir undir þann hildarleik en ýms-
ar aðrar þjóðir, — sárfátæk eyþjóð,
sem lítinn eða engan átti skipa-
kostinn. Fjölmargir erfiðleikar
steðjuðu brátt að þjóðinni. Einn af
þeim var eldiviðarleysið, skortur á
hita í heimili og skóla.
Mikil gæfa var það barnaskóla
Vestmannaeyja og öllu Eyjafólki,
að í sæti hins áhrifaríka og gáfaða
skólamanns, Steins Sigurðssonar,
valdist annar mætur maður, sem
reyndist sveitarfélaginu, sem þá var
í mjög örum vexti, ötull brautryðj-
andi og framtakssamur starfskraftur
á þeim miklu breytinga- og erfið-
leikatímum, er í hönd fóru. Þessi
skólamaður var Björn Hermann
Jónsson.
Björn var fæddur 24. júní 1888
að Núpsdalstungu í Miðfirði, kom-
inn af merkum og traustum bænda-
ættum í Húnavatnssýslu og Dölum
vestur. Foreldrar hans voru Jón
bóndi Jónsson og k. h. Ólöf Jóns-
dóttir.
Björn Hermann vann foreldrum
sínum allar stundir, þar til hann var
19 ára. Lengi hafði hann þá þráð
framhald þess náms, er hann naut
á æskuheimili sínu. Hann hleypti
því heimdraganum og hvarf til
náms í Flensborgarskólann í Hafn-
arfirði. Þar lauk hann gagnfræða-
prófi 1907. Að því námi loknu leit-
aði hann heim á æskuslóðirnar og
gerðist farkennari í Húnavatnssýslu.
Það starf hafði hann á hendi tvö
næstu árin. Og í því starfi fann hann
sjálfan sig. Hann afréð að gera
skólastarfið að ævistarfi sínu.
Árið 1909 hélt Björn Hermann
til Danmerkur til framhaldsnáms
og dvaldist þar um 5 ára skeið við
störf og nám. Efnalítill, sem hann
var, hlaut hann að miðla tíma sínum
milli starfs, sem gaf tekjur, og náms,
eftir því sem kostur gafst og við
varð komið. Hann vann fyrir sér
ýmist við skrifstofustörf eða sveita-
störf, en stundaði annars nám á
12