Blik - 01.05.1965, Side 183
B L I K
181
stjóri fund íslenzkra samvinnu-
manna á Þingvöllum. Um haustið
beitti hann sér fyrir því með Snorra
Sigfússyni, fyrrv. skólastjóra og
námsstjóra, að barnakennarastéttin í
landinu efndi til samtaka með sér
um málefni sín, fræðslumálin, upp-
eldismálin og launamálin. Þessi
fundarseta Björns skólastjóra með
samvinnumönnum og framtak hans
um stofnun kennarasamtaka í land-
inu vakti mikla athygli með and-
stæðingum samvinnustefnunnar í
Eyjum og svo launastreitu hinna
kúguðu stétta þá í þjóðfélaginu.
Yfin öfl yggldu sig og óvild þrútn-
aði. Höggstaðs var leitað.
Þegar Björn H. Jónsson kom
heim frá námi í dönskum lýðhá-
skóla, var hugur hans gagntekinn af
lýðháskólahugsjóninni. Hann ósk-
aði landi sínu og þjóð þeirrar bless-
unar, sem hann taldi lýðháskólann
geta veitt þjóðinni í uppeldis- og
fræðslumálum samkvæmt danskri
reynslu. Það var því ávallt ofarlega
í huga hans að fórna kröftum sínum
til eflingar lýðháskólahugsjóninni
með íslenzku þjóðinni.
Árið 1901 hóf séra Ólafur Ólafs-
son prestur og prófastur að Hjarðar-
holti í Dölum að starfrækja ung-
lingaskóla á heimili sínu. Þessu
skólastarfi hélt prestur áfram næstu
19 árin. Árangur þessa skólastarfs
prestsins var bæði mikill og góður,
og alþýðuskólinn í Hjarðarholti, eins
og hann var nefndur, orðin þekkt
uppeldis- og fræðslustofnun.
Þegar séra Ólafur Ólafssoon fékk
lausn frá prestsembætti sínu 1920
og fluttist til Reykjavíkur, kom til
álita um framtíð Hjarðarholtsskól-
ans.
Björn skólastjóri afréð vorið 1920
að breyta til í starfi sínu, gerast
bóndi í Hjarðarholti í Laxárdal og
reka þar alþýðuskóla í lýðháskóla-
anda.
Segja má, að annað aflið ýtti á
þau hjón að flytja burt úr Eyjum en
hitt togaði. Skólastjóri hafði orðið
fyrir illkvittni og mannorðsskemm-
andi getsökum á opinberum vett-
vangi í Eyjum, og það að ástæðu-
lausu gjörsamlega. Honum var slík
mannvonzka viðurstyggð, sem ýtti á
og kynti undir burtþrá hans. Hins
vegar togaði lýðháskólahugsjónin í
hann. Átti hún eftir að verða að
veruleika í Dölum vestur? Þangað
fluttust þau hjónin 1920. Barnaskól-
inn í Vestmannaeyjum hafði misst
einn hinn áhrifaríkasta og mætasta
skólamann, sem þar hefur starfað frá
upphafi skólareksturs að öllum öðr-
um ólöstuðum.
Með skýrslum barnaskólans til
fræðslumálastjórnarinnar þau ár,
sem Björn H. Jónsson var skólastjóri
í Eyjum, fylgdu stundum skólastarfi
hans ummæli prófdómara. Þar seg-
ir, að börnunum sé „haldið til starfs,
þeim kennd kurteisi og háttprýði og
þau lúti góðum aga í skólanum."
Hvað annað gat verið ákjósanlegra
í skólastarfi? Þetta var sá orðstír,
sem þau hjón höfðu með sér úr Eyj-
um, þrátt fyrir róg, níð og nöldur
vissra manna.