Blik - 01.05.1965, Page 193
B L I K
191
Þetta kvæði orti G. E. fyrir munn
frú Jóhönnu Lárusdóttur, er þau
hjón komu aftur heim frá Ameríku,
þar sem þau misstu Astrós dóttur
^§38
Tangaverzlunin (Júlíus haab) var
vestasta verzlunin í Vestmannaeyj-
um. Árið 1869 varð Gísli Engil-
bertsson frá Syðstu-Mörk undir
Eyjafjöllum verzlunarmaður við
Tangaverzlun, sem sonur N. Bryde,
J. P. T. Bryde, átti þá. Árið eftir að
N. Bryde dó (hann lézt 1879) og
J. P. T. Bryde erfði Austurbúðina
(Garðsverzlun), þá gerðist G. E.
verzlunarstjóri við Tangaverzlun og
rak hana sem eigandi hennar væri
sökum þess, að enginn einn kaup-
maður mátti eiga nema eina verzlun
á sama stað. Gísli Engilbertsson var
verzlunarstjóri til 1893. Það ár var
Tangaverzlunin lögð niður. Eftir
það var G. E. starfsmaður við Garðs-
verzlun.
Húsin á myndinni frá vinstri: —
Verzlunarhúsið er lengst til vinstri
og snýr austur og vestur. Sölubúðin
var í miðju húsinu, en íbúð í vestur-
enda. Þar bjó Gísli verzlunarstjóri
Engilbertsson. I austurenda verzlun-
arhússins lá stigi frá útidyrum, upp
á loftið. Þar var geymt ómalað korn
og fleira, sem þá var borið upp stig-
ann. Langa húsið, sem snýr frá
norðri til suðurs, var salthús. Næst
norðurstafni þess (austur-vestur) er
kolahúsið og nyrzt er lýsisbræðslu-
húsið.
sína. (Sjá grein hér í ritinu um Árna
símritara).
Hingað yfir haf á strönd
heim mig aftur leiddi
drottins ljúfa líknarhönd, •—
lífs hjá grandi sneiddi.
Lít ég aftur landið bjart
laugað sólar roða;
hér er á að minnast margt
meta það og skoða.
Hér ég felldi fyrstu tár,
fædd á vina kosti;
hér um vonblíð æskuár
ýmist grét og brosti.
Man að vina missir sár
mæddi hjartað unga;
síðan léttu aftur ár
af mér sorgarþunga.
Færði tíð mér fagra rós,
fylgdi hún mér víða;
nú er slokknað lífsins ljós,
lömuð vonin blíða.
Dauðinn brandinn bitra skók,
brann mitt hjarta af harmi;
guð, sem lífið gefur, tók
gullna rós frá barmi.
Ameríku foldin frið
fölva huldi lilju;
ég þá mátti angurblíð
una þrauta kylju.
Upp í hæðum helga rós
herrann gróðursetti;
vaxtarþroska, líf og Ijós
og lauf guð henni rétti.
Vér, sem unnum æskurós,
aftur hana sjáum;
heims frá okkur hverfur ljós,
hennar fundi náum.