Blik - 01.05.1965, Page 194
192
B L I K
Hvíl þú guðs í helgidóm,
himinrósin bjarta.
Aftur hef ég eignazt blóm,
er mitt gleður hjarta.
IÐJUSEMI
breiðir yfir lög og lönd
ljósi brydda skýjarönd.
Ljóma friðarfeldinn blá
fagrar stjörnur kvöldum á;
og í geislum eygló frá
oss við brosir tunglið þá.
Ef nú vinnan oss er kær,
oft í sálu friður grær;
margur háu marki nær;
margur hjálpað öðrum fær.
Stjörnur hrapa, geislar gljá
guðdóms ljósahringum frá;
sólarlöndum sýnast á
svífa niður loftið blá.
Iðjuleysi eyðir þrótt,
iðjuleysi svæfir drótt;
oft því fylgir eyðslusótt,
óhóf, svall og slark um nótt.
Horfum bæði hátt og lágt,
himneskan vér lítum mátt;
dýrðin skín í allri átt;
á guð minnir stórt og smátt.
Iðjuleysi leiðir þrátt
ljósi frá í skuggaátt;
ódyggð þrálát er við gátt,
eltir menn og fellir þrátt.
Iðjusemi eykur þrótt;
iðjusemi vekur drótt;
iðjuleysi, óhófssótt
úti lokar hverja nótt.
Iðjusamur oft í rann
ánægju að kvöldi fann;
er verki lokið hafði hann,
hvíld og næturrósemd ann.
Iðjusemi um ævistund
okkur færir gull í mund;
iðjusemi styttir stund,
styrkir heilsu og gleður lund.
KVÖLD
Þegar kvöldar, dagur dvín,
dýrðarhiminn gleður sýn;
glitrar norðurljósa lín,
ljóma reifuð hvelfing skín.
Röðulgeisla — rósabönd
rekur sundur drottins hönd;
MAGGA ER ÁSTFANGIN
Vökrum — augum varpar Magga
vonar — margoft Ola til;
þungan ástar- ber hún -bagga;
brátt mun ganga ósk í vil.
Spriklar Magga á oddi als,
ástarljóðin kveður;
stundum léttan stígur dans
stilltum sveinum meður.
Magga tekur lífið létt,
lifir glóð í vonum
frískan að hún fái sprett;
fylgist þá með honum.
TIL STÚLKU
Þú yfirgefur æskublómahaga,
og eitt sinn lokast foreldranna skaut;
Þú átt ei víst um alla þína daga,
að ávallt gangir rósum stráða braut.
En studd sért þú af sterkum vinararmi,
sem stefni hátt og leiti móti straum,
þeim vin, sem leggur brjóst þitt sér
að barmi
í blíðu og stríðu, vöku jafnt sem draum.