Blik - 01.05.1965, Page 203
B L I K
201
lega. Voru þá oft kröggur í ferðum,
því að auk annars eru margar rastir
í kringum Eyjar, allar háskasamleg-
ar opnum fleytum, en ekki um ann-
að að tala en taka höfn heima eða
týnast ella. En þó urðu sjaldan slys
á þessum bátum, og miklu færri en
nú gerast á móturbátunum.
Lítið var um vistaskipti á skipum
þessum, svo að oft var maður í sama
skiprúminu, meðan hann reri út.
Höfðu menn svo miklar mætur á
fleytunni, er þeir sóttu á björg sína
í sjóinn, að þeir vildu ekki við hana
Konan til vinstri á myndinni er Jóhanna Jónsdóttir, systir Hannesar lóðs á Mið-
húsum. Hún fór á sínum tíma til Ameríku, eins og fleiri úr Eyjum á síðustu öld.
Hún var áður gift hér og eignaðist 7 börn, sem hún missti að undanteknu einu,
dóttur, sem hún fór með vestur um haf. Þar lézt dóttirin nokkru síðar. Þá giftist
Jóhanna þessum manni, sem með henni er á myndinni. Hann var mormóni og
ekkjumaður, sem átti 7 börn. Þeim gekk Jóhanna Jónsdóttir í móðurstað. (Heimild:
Jórunn Hannesdóttir á Vesturhúsum, bróðurdóttir Jóhönnu).
Fyrri maður Jóhönnu var Guðm. Guðmundsson, tómthúsmaður á Fögruvöllum. Síð-
ari maður hennar var Pétur Valgarðsson að Tabor í Alberta í Kanada.
skilja, unz þeir hættu sjómennsku
með öllu. Eg get þess til dæmis, að
ég var 43 vertíðir á „Gideon" og
einn hásetinn 38 vertíðir.
„Gideon" gekk til fiskjar í 72 ár,
en þó voru þrír formenn með hann
alls: Fyrst Loftur Jónsson bóndi í
Þórlaugargerði, er fluttist til Amer-
íku (Utah). Annar var Arni Dið-
riksson bóndi í Stakkagerði, og loks
Hannes Jónsson, hafnsögumaður að
Miðhúsum, er sett hefur saman þetta
greinarkorn.