Blik - 01.05.1965, Síða 208
206
B L I K
Haust og sumar, vetur, vor
á vegamerkin benda;
séthvert áfram stigið spor
stefnir á leiðarenda.
VORIÐ
Hækkar sól og foldin fljótt
fögrum skrúða klæðist;
eftir vetrar napra nótt
að nýju lífið glæðist.
Vor af dvala vekur flest,
vonir glæðir nýjar.
Vor til starfa stælir be2t
og styrkir kenndir hlýjar.
Vor þó gleðja vilji allt,
verma og kaunin græða;
samt er víða virðum kalt,
voðasárin blæða.
Ennþá vetrar villurögn
völdum sýnast halda;
kælir andans æðri mögn
efnishyggjan kalda.
Ljóssins Guð, er lætur sól
lífga allt og græða,
magnaðu geislum mannlífsból,
er megi sorann bræða.
UNDUR LÍFSINS
Margt er þar og margt er hér;
margt af stefnu hrekur;
margt fyrir auga og eyra ber
sem undrun hugans vekur.
Eg undrast mína ævibraut,
auðn og blómagrundir
samtvinnaða sælu og þraut, —
sorg og gleðistundir.
Ég undrast fjall og fossahreim,
feiknadjúpið bláa.
hnattamergð í háum geim
og hagablómið smáa.
Ég undrast þungan elfarstraum,
Ægisbáru kvika,
bratta hamra, flúðaflaum,
fold, er daggir blika.
Eg undrast stormsins ægimögn,
ógn er mörgum færir,
eldfjallanna reginrögn,
er risabjörgin hrærir.
Eg undrast fiska á lagarleið,
er leika í straumi tærum;
fuglakvik um háloft heið
með hreimi undraskærum.
Eg undrast klaka harðan hjúp,
er hylur jörð um vetur;
sem bratta fossa, fjall og djúp
fært í dróma getur.
Eg undrast hversu vorsól væn
vekur allt af dvala.
skrúða- blóma- skikkjan græn
skreytir grund og bala.
Undra margir elta hjóm,
aukast vöru svikin;
oft er stundin auð og tóm
eftir nautnablikin.
Undramargir safna seim,
sjá ei annað betra.
Þeir ætla að lifa hér í heim
hundrað tugi vetra.
Birtast mundi betri tíð
og batna heimsins gengi,
ef andi Krists og boðorð blíð
betri hljómgrunn fengi.