Blik - 01.05.1965, Page 213
B L I K
211
an. Ekki þarf ég að orðlengja þetta.
Manninn er aldrei lengi að bera að
konunni, eins og við vitum öll, ef
hún er tilkippileg á annað borð, og
svo fór hér. I sept. um haustið lýsti
prestur til hjónabands með Magnúsi
Odssyni og yngismeynni Margréti
Magnúsdóttur. Svo fór giftingin
fram á tilsettum tíma 8. okt., og
svaramennirnir voru vissulega engir
slordónar, Bjarni E. Magnússon,
sýslumaður, og Chr. factor Magnu-
sen í Goodthaab. Þeir útaf fyrir sig
gefa okkur hugmynd um, hver
Magnús Oddsson, hafnsögumaður og
skipstjóri á Kirkjubæ, í raun og veru
var. En enginn veit, hvað framtíðin
ber í fangi sínu og færir okkur. Eng-
inn veit sín örlög, og það er gott.
Arin liðu. I aprílmánuði 1867
sigldi þilsk.ipið Helga út leiðina í
Vestmannaeyjum. Og þó er þetta
ekki satt. Þeir réru þilskipið út úr
hinu þrönga hafnarmynni, höfðu
það í togi áttærings, en síðan voru
undin segl að hún og haldið á haf
út.
Þegar þetta gerðist, hafði Margrét
húsfreyja á Kirkjubæ hálfgengið
með fyrsta barn þeirra hjóna.
Aprílmánuðurinn leið með vonzku-
veðrum, já, stórviðrum á stundum,
en allt var þó öruggara um manns-
lífin á þilskipi en á opnu fleytun-
um, — það hlaut svo að vera. —
Mánuðir liðu og ekki kom þilskipið
Helga að landi. Blíðuveður hin
mcstu höfðu verið, síðan aprílmán-
uði lauk. — Sorg, vonleysi, örvænt-
ing. Séra Brynjólfur Jónsson hafði
oft vitjað heimilis Magnúsar Odds
sonar að Kirkjubæ, eftir að sá grun-
ur greip um sig, að slys hefði átt sér
stað og þilskipið Helga ætti ekki
eftir að koma aftur að landi.
I júlímánuði um sumarið hafði
presturinn sjálfur misst alla von um
endurfundi hans og þeirra manna,
sem á þilskipinu voru, 6 kunnir
Eyjabúar. Þá skráði prestur slysið í
bækur kirkjunnar og ályktaði, að
það mundi hafa átt sér stað í ill-
viðrunum í aprílmánuði.
Margrét Magnúsdóttir, hús-
freyja á Kirkjubæ, var orðin ekkja.
Hún var þá 38 ára.
29. ágúst fæddi hún barnið, sem
hún gekk með. Það var stúlkubarn
og varð heitið eftir föður sínum,
skírt Magnúsína.
Margrét húsfreyja reyndi að halda
jörðinni og búa eftir að hún varð
ekkja. Fyrsta árið hélt hún vinnu-
mann. Annað árið gekk búskapur-
inn á tréfótum, þar sem stopul var
hjálp á karlhönd og björg þurfti að
rækja í sjó og fjöll, því að enginn
dró fram lífið í Eyjum á búskapnum
einum.
Vorið 1869 eða tveim árum eftir
að hún varð ekkja, sleppti hún jörð-
inni, en hana fengu þá til ábúðar
hjón austan úr Oræfum, Arni Þór-
arinsson og Steinunn Oddsdóttir, afi
og amma þeirra Johnsensbræðra í
móðurkyn. Margrét flutti með litlu
stúlkuna sína í tómthúsið Sjólyst.
Þar dvaldist hún til ársins 1873. Þá
flutti hún að Löndum. Fyrstu árin
þar var hún „sjálfrar sín" eins og
L