Blik - 01.05.1965, Síða 219
13 L í K
217
valdi í hvaða mynd sem er, sem fyrst
og fremst er sjálfu sér næst, þá hættir
Sparisjóður Vestmannaeyja að vera
stoð og hjálparhella hinna máttar-
minni í bæjarfélaginu, eins og hann
er sannanlega nú á þessum erfið-
leikatímum og að ýmsu leyti viðsjár-
verðu.
Stofnunin, Sparisjóður Vest-
mannaeyja, á að vera okkur metn-
aðarmál og tákn sjálfstæðis í hugs-
un og athöfnum. Ef við berum gæfu
til þess styrkir og hugheilir að standa
saman um sparisjóðinn okkar, þá
þurfum við vissulega engum að
krjúpa.
Bjargálnir eru hverjum einstak-
lingi nauðsynlegar til þess að hann
geti „borið höfuðið hátt”, verið
maður með mönnum og lifað mann-
sæmandi lífi. Eins hefur tíminn
sannað okkur þá staðreynd, að Spari-
sjóður Vestmannaeyja er fjölmörg-
um hinum efnalega máttarminni í
Eyjum hjálparhellan, léttinn mikli,
þegar þungi legst á eða tímabundnir
erfiðleikar steðja að og aðrar leiðir
lokast. Og við erum svo hamingju-
samir, Eyjabúar, að þeir einstakling-
ar hér, sem telja má fjárhagslega
sterka og trausta, eru svo vel gerðir
menn og góðviljaðir almenningi að
þeir styðja og hafa stutt Sparisjóð
Vestmannaeyja, þó að þeir þurfi
ekki sjálfir á aðstoð hans að halda
í einu eða neinu.
Þegar Eyjabúar leita lána í Spari-
sjóð Vestmannaeyja, eru þeir engum
að krjúpa eins og einstaklingur, sem
leitar sveitarstyrks, gerist „sveitar-
ómagi". Nei, þeir leita til stofnunar,
sem þeir eiga sjálfir, hafa skapað
sjálfir með sparifé sínu. Þeir eiga
því kröfu til þess, að stofnunin greiði
götu þeirra, veiti þeim hjálp og að-
stoð, eftir því sem fjármagn hennar
hrekkur til hverju sinni, án þess að
öryggi hennar sé skert eða máttar-
stoðir rýrðar á nokkurn hátt.
Eg hygg það sanni næst, að megin
einkenni alls þorra Eyjabúa séu þau
að vilja standa á eigin fótum, eng-
um háðir efnalega, engum bundnir
nema tilverunni og þjóðfélaginu inn-
an marka laga og réttar.
Eflum því sparisjóðinn okkar, og
hann mun á móti efla sjálfstæði
okkar, efnalega afkomu og sjálfs-
traust eftir efnum og getu.
A árinu 1963 veitti Sparisjóður
Vestmannaeyja Eyjabúum 118 fast-
eignalán til kaupa á íbúðum eða til
bygginga, samtals kr. 5.074.000,00.
A árinu 1964 veitti Sparisjóður-
inn Eyjabúum 72 fasteignalán, sam-
tals kr. 4.409.000,00. Fasteignalán
alls þessi tvö ár kr. 9.483.000,00.
Þau 19 ár, sem Sparisjóðurinn
hafði starfað áður, veitti hann Eyja-
búum kr. 15.012.345,00 til íbúðar-
kaupa og íbúðarbygginga. Þannig
nálgast fasteignalánin tvö síðustu ár-
in % af lánunum öll 19 árin, sem
áður var starfað. Þannig sannast þau
orð, sem ég hef áður sagt Eyjabúum:
Því meira fé, sem Eyjabúar trúa
Sparisjóðnum fyrir, því meira fé fá
þeir til sinna nota frá stofnuninni.
Við höldum ótrauðir fram sem
stefnir. — Þ. Þ. V.