Blik - 01.05.1965, Page 226
224
B L I K
sínum og nemanda mínum þessa
skel. SíSan gaf Þórarinn mér
hana. Þannig ganga þessir hlut-
ir oft frá einum til annars þar
til þeir hafna hjá mér og lenda
þannig inn á safn Eyjabúa. Þessi
sérstaka skel var send til útlanda
til greiningar, þar sem þetta er
fyrsta eintakið, sem finnst hér
við land. Grun hef ég um, að
annað eintak sé í fórum mínum,
en það er mjög brotið og því
illt að greina það. Skeljarnar
báðar lifandi.
60. Ryðskel (Montacuta ferrugin-
osa). Þessi skeljategund er sögð
algeng við vestanvert landið frá
Faxaflóa og norður á Vestfirði.
Einnig hefur hennar orðið vart
við Austurland og einhvers stað-
ar á tveim stöðum við suður-
ströndina. Þessa skel höfum við
fundið hér í ýsugörnum, en
sjaldgæf mun hún teljast, og
ekki er mér kunnugt um að hún
hafi fundizt lifandi.
61. Sandskel (Mya arenaria). Þessi
tegund fannst fyrst hér við land
1958 í Skarðsfirði við Horna-
fjörð. Árið 1960 fundum við
fyrstu sandskelina hér í Botnin-
um, án skelfisks. Ekki er mér
kunnugt um, að nemendur mín-
ir eða aðrir hafi fundið skel með
fiski í. Sandskelin virðist miklu
smærri hér en t. d. norður við
Eyjafjörð. Samanburðinn gefur
að líta á Náttúrugripasafninu
okkar.
62. Sauðaskel. Fst.: Vm.
63. Silfurtodda. Fst.: Suðvesturhafið.
64. Silkihadda. Fst.: Vm.
65. Smyrslingur, (Mya truncata).
Hér við Eyjar finnast allar gerð-
ir smyrslingsins, M. truncata, M.
ovata og M. uddevallensis. Að-
eins tómar skeljar hafa borizt
okkur, svo að mér sé kunnugt.
66. Stúfmeyla (Psammobia ferroens-
is). Árið 1952 höfðu fundizt
tómar skeljar við suðurströnd-
ina. En síðan höfum við fundið
hér skeljar þessarar tegundar
með fiski í. Þannig höfum við
sannað það, að hún lifir hér við
Eyjar.
67. Tannhnytla. Fst.: Suðvesturhaf-
ið.
68. Tigulskel (Spisula solida, S.
elliptica). Afbrigðið elliptica
var áður þekkt af austurmiðum
og víða hér við land. Árið 1964
er enn komizt svo að orði, að
aðaltegundin (S. solida) sé tal-
in fundin við Vestmannaeyjar.
Við höfum fundið mikið af skel
þessari hér, bæði aðaltegund og
afbrigðinu. Samanburðinn geta
menn athugað á safninu okkar.
Að svo stöddu þori ég ekki að
fullyrða að hún finnist hér lif-
andi.
69- Timburdólgur. Fst.: Vm.
70. Trönuskel. Fst.: Vm.
71. Trönusystir. Fst.: Vm.
72. Törguskel (Kellia rubra). Þess-
arar skeljar geta gömul vísinda-
rit og fullyrða, að hún finnist
við Island. I dýrasafninu í Kaup-
mannahöfn eru tvö eintök, sem