Blik - 01.05.1965, Síða 240
238
B L I K
ar sínar í Vestmannaeyjum. Þeir
voru þar í trássi við danska konungs-
valdið og hugsuðu sér að bjóða því
birginn, ef það kynni að frétta af
verzlun þeirra við Eyjaskeggja og
bækistöð þeirra þar og áreita þá.
Eignir sínar og gróðaaðstöðu
skyldu þeir verja í lengstu lög.
Segja má með nokkrum sanni, að
fréttaflutningur milli Islands og
Danmerkur hafi á þessum tímum
verið í seinfærasta lagi. En þá loks-
ins, er danska konungsvaldið fékk
sannar fréttir af öllu þessu verzlun-
arbrölti Englendinganna, t. d. hér í
Vestmannaeyjum, fór þetta óskap-
lega í taugarnar á danska kónginum,
sem vitanlega sá ofsjónum yfir
ímynduðum gróða annarra þjóða
en Dana á verzlun við þessa Eyja-
skeggja, þar sem fiskurinn næstum
hljóp á land af sjálfsdáðum! Hefjast
skyldi nú handa og meina Englend-
ingunum alla gróðaaðstöðu á ís-
landi, ekki sízt í Vestmannaeyjum.
En hvaða háttur og hvaða leið var
nú skynsamlegust gagnvart ensku
ofbeldisseggjunum til þess að beygja
þá og fjarlægja? Vald og mátt þurfti
til. Loks tók danski kóngurinn það
ráð að leigja borgarstjórninni í
Kaupmannahöfn Vestmannaeyjar
„með húð og hári". Borgarstjómin
hafði fjárráð og hermátt, ef á reyndi,
og henni skyldi att á foræðið. Arið
1552 tók hún svo Vestmannaeyjar á
leigu til valds og nytja af danska
konungsvaldinu. Þá var þegar haf-
izt handa um að stugga við Englend-
ingunum, og þá hófu þeir smáskæru-
hernað sinn gegn danska konungs-
valdinu hér. Þær skærur bitnuðu oft
sárast á landsmönnum sjálfum og
leiddu smndum til blóðsúthellinga
eins og t. d. hér í Vestmannaeyjum.
I árslok 1557 hætti borgarstjórn
Kaupmannahafnar að reka Vest-
mannaeyjaverzlunina. Þá tók kon-
ungurinn sjálfur við henni og rak þar
síðan verzlun og útgerð og skatt-
píning næstu 42 árin. Hann hafði
þar ágenga umboðsmenn hvern eft-
ir annan en lengst Símon Surbeck
eða til ársins 1582.
Hann gekk sí og æ á hlut Vest-
mannaeyjabænda og síðast á hlut
kóngsins sjálfs og var þá settur af.
Alltaf áreittu Englendingar öðru
hvoru umboðsmenn konungs og
sóttu eftir verzlun við Vestmanna-
eyinga. Oll viðskipti við þá var Eyja-
fólki mun hagstæðari en við einok-
unarverzlunarvaldið danska. Ekki
dró það úr gagnkvæmum viðskipt-
um, milli Eyjafólks og þeirra.
Árið 1586 lagði danski konung-
urinn ríka áherzlu á það í erindi til
umboðsmanns síns í Vestmannaeyj-
um, hr. Oluf Madsens, verzlunar-
stjóra og fógeta, að hann skyldi harð-
banni Englendingum að hafa nokkra
fiskibáta í Vestmannaeyjum eða
taka sér þar bólfestu á nokkurn hátt
og reka þar atvinnu í nokkurri mynd.
Kóngur sagði, að hr. Madsen bæri að
Jnta ýta bátum Englendinga á flot,
ef þeir dirfðust að lenda þar, og
Eyjaskeggjum skyldi refsað harð-
lega, ef þeir voguðu sér að hafa
nokkur mök við Englendingana,