Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 243
B L I K
241
okkur. Peningar eru vissulega afl
þeirra hluta, sem gera skal. „Vilji er
allt, sem þarf', segir skáldið og hon-
um mættum við hjá Eyjabúum. Með
þessum samstillta vilja höfum við
eignazt söfn, sem munu verða byggð-
arlaginu til menningar og vekja at-
hygli á þessum menningarvilja Eyja-
búa, þar sem þau eru fyrst og fremst
byggð upp fyrir atbeina þeirra og
fjárframlög.
B. Ýmsir munir í Byggðarsafninu
Þó að getið hafi verið annars stað-
ar ýmissa muna í Byggðarsafni Vest-
mannaeyja, óska ég að biðja Blik að
geyma sem flestar þær greinargerðir
fyrir mig. Ef til vill þekkja engir það
betur en við, sem reynt höfum eftir
mætti að safna saman gömlum Eyja-
blöðum, hvað af þeim verður eftir
lestur. Blik mun geymast víðast
hvar síðari kynslóðum.
Eigi Blik sér framtíð, tel ég sjálf-
sagt, að þar birtist greinargerðir um
sögulega muni í Byggðarsafninu
síðari kynslóðum til fræðslu og
framhvatar.
Eg vísa til ævisögu séra Brynjólfs
Jónssonar, sem birtist í Bliki 1963.
Þar er þess getið, að prestur hafi
leikið á hljóðfæri á heimili sínu að
Ofanleiti. Það hljóðfæri var harmón-
ika og líklega langspil. Sterkan hug
hafði prestur á því, að Landakirkja
eignaðist orgel, þó að enginn Vest-
mannaeyingur þá kynni að leika á
slíkt hljóðfæri. Eg hef rekizt á bréf
frá séra Brvnjólfi Jónssyni, sem hann
skrifar landsyfirvöldunum. í bréfi
þessu sækir hann um kr. 100,00 úr
landssjóði til þess að kaupa orgel í
Landakirkju. Þetta var árið 1877.
Prestur hafði safnað hjá almenningi
í Eyjumkr. 30,00 í þessu skyni. Hon-
um fannst sanngjarnt, að landsjóður
greiddi hinn hluta andvirðisins, þar
sem kirkjan með öllu og öllu var
landssjóðseign. Ekki er mér kunnugt
um, hvaða svar prestur fékk, en í
blöðum kvað vera frá því greint frá
þessum tíma, að Bryde kaupmaður
(það mun þá vera N. N. Bryde, sem
rak Garðsverzlun til 1879, en þá lézt
hann) hafi gefið Landakirkju orgel-
ið. Þá var eftir að „skapa" organist-
an. Sigfús, sonur hjónanna á Vil-
borgarstöðum, Arna hreppsstjóra
Einarssonar og Guðfinnu Jónsdótt-
ur Austmanns, var sendur til Reykja-
víkur til að læra að leika á hljóð-
færið. Ekki hef ég fundið sannanir
fyrir því, en ég ímynda mér það þó,
að safnféð, kr. 30,00, hafi Sigfús
fengið í styrk til námsins.
Þegar hann kom frá náminu í
Reykjavík, keypti hann sér stórt
orgel og hljóðmikið. Þegar farið var
að nota orgelið, sem Bryde gaf, leika
á það í Landakirkju, kom í ljós, að
það revndist of lítið og veikhljóða.
Orgelleikurinn naut sín ekki af
þessum sökum. Ekki Iöngu seinna
var afráðið að selja orgelið og Ieigja
heldur orgel Sigfúsar Arnasonar,
organista, handa kirkjunni. Sigfús
Arnason lék síðan á sitt orgel í
Landakirkju um árabil og bar úr být-
um í leigu fyrir það k.r. 20,00 árlega.
Síðan var gjöf Bryde seld. Ekki veit
lf»