Blik - 01.05.1965, Page 247
B L I K
245
út á línuvertíð hér í Eyjum. Þá hafði
hann með sér á skipinu marga hag-
yrðinga, svo að fauk í kviðlingum á
sjónum og gamanvísur stikluðu um
þóftur frá einum hásetanum til
annars. Þá vertíð kölluðu ýmsir For-
túnu skáldaskipið. (Sjá annars Blik
1959, bls. 152).
2. Svanur var eitt af hinum frægu
opnu vertíðarskipum hér fram um
aldamótin síðustu.
Eins og nafnspjaldið ber með sér,
var Svanur byggður 1868. Hann
mun hafa verið smíðaður hér í Eyj-
um. Eigendur voru þeir Guðmund-
ur Erlendsson í London, er lengi var
formaður á skipi þessu, Jón Vigfús-
son, bóndi í Túni, faðir Guðjóns á
Oddsstöðum og þeirra systkina, og
Lárus hreppstjóri Jónsson á Búastöð-
um. (Sjá fangamörk eigendanna á
spjaldinu).
Um skeið var Jón í Túni formað-
ur á Svan.
Erlendur var fyrri maður Unu
Guðmundsdóttur, ömmu þeirra
Londonar-systkina og systkinanna
frá Steinum, allt vel þekkt fólk hér
í bæ.
3. og 4. Nafnspjaldið „Frí" ásamt
staðarnafninu er af v/b Frí, sem
keyptur var frá Danmörku 1907.
Báturinn var borðhækkaður og voru
þá nafnspjöldin tekin af honum.
Bátur þessi fórst með allri áhöfn 3.
marz 1918, og hafði dregizt úr
hömlu að setja nafnspjöldin aftur á
bátinn.
5. Svalan var vélbátur, sem þeir
áttu bræðurnir Sighvatur og Jónas
Bjarnasynir, kunnir athafnamenn
hér í bæ. Þeir keyptu bát þennan frá
Færeyjum 1925. Hann var 16 smá-
lestir. Fórst við Akranes nokkrum
árum síðar, en mannbjörg varð.
Nafnspjaldið var aldrei sett á bát-
inn.
Björgvin var nafn á tómthúsi við
Sjómannasundið vestanvert. Það var
byggt 1899. Var rifið til grunna 1.
október 1958. (Sjá grein um tómt-
húsið Björgvin í Bliki 1959, bls. 148
— 152).
Fyrir ofan nafnspjöldin hanga
þessir hlutir:
Sjóskór úr útlendu vatnsleðri með
hrosshársþveng eins og venja var.
Sjóskóinn átti Gottskálk Hreiðarsson
í Hraungerði.
Handfceri með teinlausri sökku
úr blýi og með öngli, sem smíðaður
er hér í Eyjum.
Þá sjást nokkrar ífærur. Efsta og
stærsta ífæran er hákarlaífæra af
austfirzkri gerð. Hinar þrjár minni
ífærurnar munu fyrst og fremst
hafa verið notaðar við lúðuveiðar.
Ifærur voru notaðar til að innbyrða
stóra drætti, svo sem hákarla, lúður,
hámerar o. s. frv.
Fyrir ofan tóbaksjárnin sjást
greflar, lundaveiðitæki þau, er not-
uð voru hér áður en háfurinn kom
til sögunnar (1875).
Einnig sést á enda svartfugla-
snöru. Greflana og snöruna hefur
Olafur Astgeirsson frá Litlabæ smíð-
að handa safninu. Ofan við nafn-
spjaldið af Fortúnu, er rœði af sex-
æringi — járnþollur að aftan, hval-