Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 260
258
B L I K
dans, — langan og góðan dans við
hana. Ef til vill var það rælender eða
polki, — líklega hvort tveggja. Ég
man það ek.ki, enda var ég naumast
í þessum heimi þá stundina.
Þegar ég loksins kom til sjálfs
míns aftur, vorum við á leiðinni út
úr „Gúttó". Skemmtun Þórs var á
cnda. Og þegar ég kvaddi stjörnuna
mína, var afráðið, að ég stæði við í
Evjum næstu vikuna. Sú vilca var
m;r mikil happavika. Ég mangaði
og prangaði út vörunum mínum við
Gunnar og Kaupfélagið, Pál og Pét-
ur, en mest hafði ég upp úr ástar-
manginu mínu. Þessa viku var land-
lega hvern dag og vertíðarball hvert
kvöld. Ég segi ekki meira um það.
Tímarnir hafa að vísu breytzt og við
með þeim, en ekki hafa þeir versnað.
Þegar ég fór úr Eyjum, hafði ég
öðlazt ástríka hjartað hennar, skrif-
stofustúlkunnar hans Gísla Johnsens,
sem kunni svo vel á nýju vélina
hans og hefur einnig alltaf kunnað
vel á mig, — vél vélanna í hennar
!ífi.
Ég hafði orðið úti með 4 lang-
tindaða hárkamba til hennar, þegar
cg fór frá Eyjum. Það voru tryggða-
pantar svona til bráðabrigða.
Blessaður, haltu nafninu mínu
leyndu. Konan treystir því, þess
vegna hefur hún leyft m r að senda
þér þennan pistil.
Kaffið færðu nýlagað, þegar þú
lætur sjá þig hérna næst. Láttu það
ekki dragast lengi.
Svo legg ég hérna með í umslagið
mynd af baksvipnum á elskunni
minni, er ég fyrst varð ástfanginn í
skrifstofunni hans Gísla, — og svo
mynd af mælingunum á senunni í
„Gúttó", þegar maðurinn með þýzka
keisaraskeggið var að mæla og
strjúka konuefninu mínu. Og loks
færðu hér mynd af nágranna mín-
um, piparsveini ómenguðum, sem
nýtur svölunar hjá westræna dáta-
sjónvarpinu svo að segja á hverju
kvö.'di og svolítið sýnishorn af
myndunum, sem veita honum mest-
an unað.
☆
Fallegur skutur. — Margan fallegan
skutinn sá ég til sjós, en þessi tekur þeim
öllum fram.
Eyjadrengir unnu mikla og fuega knatt-
spyrnusigra á s. I. ári.