Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Síða 114
112
staðir, Kaupangur, Kaupangsbakki, Ytri-Varðgjá, Kollugerði, Hlíðar-
endi, Krossanes ytra, Ivrossanes syðra, Glerá og Mýrarlón. Hér við
bætist, að í Aknreyrarkaupstað eru alls 81 kúaeigendur, sem allir selja
meira og minna af mjólk Lil bæjarbúa. An undangenginnar, umsvifa-
mikillar rannsóknar er eigi unnt að lýsa með neinni nákvæmni heil-
brigðisástandi á binum mörgu mjólkurframleiðandi lieimilum, né því
sérstaklega, hve margir eru þar berklaveikir eða grunsamlegir um
berkla. Hins vegar má seg'ja, að úr því að allur þorri sveitaheimila
Akureyrarhéraðs leggur Akureyrarbúum til mjólk og þar að auki 81
kúaeigendur í bænum sjálfum, þá sé berklaveiki meðal mjólkurfram-
leiðenda og fjölskyldna þeirra að tiltölu álíka útbreidd eins og berkla-
veiki er yfirleitt í héraðinu. Hvað íjósin snertir, þá eru þau afarmis-
jöfn. A fáeinum sveitabæjum (svo sem Kaupangi, Varðgjá hinni ytri
og syðri, Svalbarðseyri, Möðruvöllum l'remra, Saurbæ og Grund) eru
steinsteypt og vönduð fjós. Sama má segja um fjós nokkurra kúa-
eigenda í kaupstaðnum (svo sem fjós Jakobs Karlssonar, og fjósið í
Nýrækt og á Staðarhóli). Annars eru fjós bér almennt af gamla tag-
inu, mjög léleg og' mörg afargömul, og liggur mörgum \ið hruni. Þótt
nú almennt sé vaknaður áhugi og nokkur skilningur á þ\ í, að kapp-
kosta þuifi hreinlæti \ið mjólkurframleiðsluna, þá eru fjósbyggingar
víðast livar þrándur í götu fyrir því, að meðferð mjólkurinnar geti
orðið eins góð og þyrfti að vera. Og loks er sá gamli ósiður afar
útbreiddur í sveitum béraðsins, að fjósin eru notuð sem salerni. Það
má segja, að það sé enn undantekning, að sveitabæ fylgi kamar, og
það jafnvel ekki mörgum svo nefndum betri bæjunum. Og þó að nú
á sumurn betri bæjum liaíi verið reistir kamrar úr timbri ylir hland-
forum, þá eru þeir svo skjóllitlir og kaldir, a. m. k. á vetrum, og' þá
oft torsótt leiðin að þeim vegna aðfennis, að fæstum (nema aðkomu-
mönnum) dettur í hug að nota þá, heldur fara erinda sinna í fjósin
eftir sem áður. Þó að nú lögskipað yrði, veg'na mjólkurframleiðslu
og mjólkursölu, að kamrar skyldu reistir á hvei'jum ixæ, þá er það
hugboð mitt, að eins færi um tilætluð not þeirra eins og nú var lýst
afnotum þeirra kamra, sem fyrir eru í sveitunum, nema þeir væru
af séi'Iega vandaðri gerð (vatnssalerni) eða að í öllu falli væri innan-
gengt í þá úr híbýlunum. Eins og áður er sagt, keinur allur þorri
bænda héraðsins mjólk sinni í verð með því að selja hana Mjólkur-
samlaginu. Og Samlaginu er það að þakka, að meginið af bændum
liafa gert sér far um að auka tún sín og efla mjólkurframleiðsluna eftir
föngum. Þannig er stefnl og verður stefnt framvegis. Og allri alþýðu
kemur þessi aukna mjólkurframleiðsla að góðu, með því að allsstaðar
er nóg og ódýr mjólk 1 iI neyzlu. Til að sýna, hve þýðingarmikil
stofnun Samlagið er fyrir bændur, þó að ekki sé lilið á annað en
fjái'bagsbliðina og' þá atvinnu, sem af því leiðir, set ég hér útclrátt
úr í'ekstursskýi'slu fyrir árið 1933, er Samlagsstjórnin lielir vinsam-
leg’a látið mér í té: Móttekin mjólk 1755 588 kgr. Fiammleiddar
vöi'ur: Gerilsneydd mjólk 598 000 lítrar, gerilsneyddur rjómi 33 000
lítrar, skyr 66 000 kgr., smjör 27 000 kgr., mjólkurostur 45 000 kgr.,
mysuostur 16 000 kgr. Bændur feixgu greitt fyrir meðalfeita mjólk
19,02 aur. pr. kgr. Neyzlumjólkin, senx seld heíir verið á Akureyri,