Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Qupperneq 128
126
víðast kaldar og óvistlegar. Kirkjugarðar víðast hvar nokkurn veginn
liirtir og girtir.
Stykldshólms. Síðastliðið haust var byggt fundarhús úr steinsteypu
í Helgafellssveit. Er jafnframt kennl í því hörnum að vetrinuin. Er
nú til sæmilegt fundarhús í hverjum hreppi. 011 eru hús þessi upp-
hituð, og aulc þess er eill þeirra 157st upp með rafmagni (í Stykkis-
hólmi). Allar kirkjur eru úr timhri; viðhald á þeim er fremur lélegt
og upphitun slæleg.
Bíldudals. Samkomuhús sæmileg í Dalahreppi, en í Bildudal er
eiginlega ekkert nothæft samkomuhús til.
Reykjarfj. Funda- og samkomuhús eru í Arnesi. Kirkjusókn lítil.
Kirkjugarðurinn of lítill, og sérstaklega má finna honum lil foráttu,
að nokkur hluti hans er mjög votlendur.
Miðfj. í Ytri-Torfustaðahreppi var í sumar hyggt allmyndarlegt sam-
komuliús, hitað með laugavatni. Það er þó ekki fullgert. Kirkjur eru
sumar rnjög kaldar og ómögulegt að hita þær upp.
lilönduós. Samkomuhús, sem jafnframt eru flest notuð til skóla-
halds, eru hér á nokkrum stöðum, svo sem í Kálfsliamarsvík, Engihlíð,
Bólstaðarhlið og á Sveinsstöðum. IJað síðastnefnda er byggt sem skóla-
hús og er prýðilegt að öðru leyli en því, að salernisútbúnaður er lé-
legur. A Blönduósi og Skagaströnd eru sérstök skólaliús, hvorugt gott,
en auk þess er á Blönduósi allstórt samkomuhús, en ófullkomið að
ýmsu levti. A Skagaströnd eru samkomur haldnar á el'ri hæð kaup-
félagshússins, sem er gríðargeimur, óþiljaður og' illa lýstur. Stærsta
og myndarlegasta opinbera byggingin hér er þó kvennaskólinn á
Blönduósi, sem notaður er sem gistihús á sumrum.
Siylu/j. Samkomuhús eru hér ö talsins, þar af eitl kvikmyndahús.
A öllum þessum stöðum vill ganga illa að gæta fulls hreinlætis. í
mörgum þessara samkomuhúsa eru góðar loftsmugur, og bæta þær
auðvitað töluvert úr skák.
Akureyrar. Mér hafa tjáð prestar, að allar kirkjur í héraðinu, að
undanskilinni Saurbæjarkirkju, sem er torfkirkja, séu með ofnum og
hitaðar, þegar þess gerist þörl'. Segja þeir einnig, að umgengni sé góð
í kirkjunum og því nær óséð nú orðið, að menn hræki á gólf, eins
og áður tíðkaðist. Raflv'sing er í tveim kirkjunum, þ. e. Akureyrar-
og Munkaþverárkirkjum.
Höfðahverfis. Samkomuhús er hér í Grenivík í sambandi við skól-
ann. Húsið er gott, en upphitun næstum verri en engin. Kirkjur eru
dável hirtar, en kirkjugarðar í megnustu vanhirðu, einkum hér í
Grenivík. Að vetri til og vori er kirkjugarðurinn hér mjög blautur,
og þarf oft að ausa grafirnar, áður en kistum er komið fyrir í þeim.
Reykdœla. Kirkjur allar og samkonmhús í sæmilegu lagi. ()11
húsin upphituð og sum raflýst.
Oxarfj. Upphitunartæki eru að minnsta kosti í 3 kirkjum af ö, en
koma að litlum notum vegna lögunar húsanna. Það er nú einu sinni
tízka að hafa þar þrisvar sinnum hærra upp í himininn en í öðrum
húsum. Hörmulegt, að menn skuli eyða stórfé í jafn hrakleg 1ivtsí.
Veitti ekki af að banna samkomur í þeim á vetrum. Það mætti ekki
minna vera en að menn gætu verið með óskiptan hug fyrir kulda,