Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 17
Þegar samið var um hvaða aðferðir við kolefnisbindingu væru viðurkenndar innan
bókunarinnar var sérstaklega litið til þess að þær samræmdust markmiðum annarra
alþjóðasamninga, einkum samningi um vemdun lífffæðilegrar fjölbreytni og samningi um
vamir gegn eyðimerkurmyndun. Þá var einnig talið mikilvægt að tryggja að um raunvemlega
viðbót væri að ræða til lengri tíma. Mikil vinna hefur því verið lögð í að þróa aðferðaffæði við
skráningu á kolefnisbindingu. Affakstur þessarar vinnu er m.a. ítarlegur leiðarvísir
Milliríkjanefndar sameinuðu þjóðanna (Good Practice Guidance) sem aðildarríkin hafa
samþykkt að eigi að hafa til viðmiðunar þegar ríki þróa bókhald fyrir kolefnisbindingu.
í Marrakesh náðist einnig samkomulag um ýmis atriði sem varða bókhald og skráningu á
gögnum. Öll ríki sem falla undir Viðauka B í bókuninni þurfa að koma sér upp kerfí á
landsvísu til að fylgjast með losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbindingu. Þá þarf einnig
að setja á fót skráningarkerfi til að halda utan um heimildir sem má versla með. Til em fjórar
tegundir af heimildum: heimildir sem ríki er úthlutað samkvæmt bókuninni (AAUs), heimildir
sem verða til við kolefnisbindingu (RMUs), heimildir sem ríki vinna sér inn með þátttöku í
sameiginlegum ffamkvæmdum (ERUs) og heimildir sem riki vinna sér inn með þátttöku í
verkefnum um hreina ffamleiðslutækni (CERs).
Áður en fyrsta skuldbindingartímabil Kyotóbókunarinnar hefst þurfa aðildarríki að skila inn
til samningsins skýrslu sem lýsir bókhaldkerfi og skráningarkerfi fyrir losunarheimildir.
Jafnffamt þurfa að vera í skýrslunni allar nauðsynlegar upplýsingar um losun til að hægt sé að
staðfesta formlega losunarheimildir fyrir hvert ríki. Áður en sú staðfesting á sér stað þurfa ríki
að taka afstöðu til nokkurra atriða eins og t.d. að velja hvort nota eigi árið 1990 eða 1995 sem
viðmiðunarár fyrir losun á PFC, HFC og SF6. Þá þurfa ríki einnig að velja hvaða hæð verði
notuð sem viðmiðun fyrir skóga, en hæðin þarf að vera á bilinu 2 til 5 metrar. Fyrir ísland
mun skipta miklu máli hvaða hæð verður valin því ef hærra viðmiðið yrði notað myndi það
þýða að nær allir birkiskógar landsins teldust til landgræðslu en ekki skógræktar. Innan
skógræktargeirans gæti sú ákvörðun þannig óbeint hvatt til notkunar á innfluttum tegundum
sem ná meiri hæð en þær innlendu (Þórey Dalrós Þórðardóttir, 2004). Þetta er því dæmi um
ákvörðun þar sem þarf að horfa til fleiri þátta en markmiða loftslagssamningsins, eins og t.d.
markmiða í samningi um vemdun lífffæðilegrar fjölbreytni.
Þær tölur sem ríki munu skila inn árlega vegna Kyotóbókunarinnar munu koma í stað þeirra
sem nú er skilað inn til Rammasamningsins enda bókhald vegna bókunarinnar talvert ítarlegra
en sem krafist er í Rammasamninginum.
Skuldbindingar íslands
Skuldbindingar íslands gagnvart Kyotóbókuninni eru tvíþættar. I fyrsta lagi skal heildarlosun
gróðurhúsalofttegunda tímabilið 2008-2012 ekki aukast meira en um 10% miðað við
viðmiðunarárið 1990. í öðm lagi má losun koldíoxíðs sem fellur undir ákvörðun um áhrif
einstakra verkefna á losun (Decision 14/CP.7, oft kölluð „íslenska ákvæðið“ hérlendis) ekki
vera meiri en 1,6 milljón tonn (umhverfisráðuneytið, 2003).
Aðstæður á íslandi em ólíkar því sem gerist í flestum öðram iðnrikjum og er það
meginástæða þess að ísland fékk meira svigrúm til að auka losun en nokkurt annað iðnríki. í
þriðju skýrslu íslands til skrifstofu Rammasamningsins kemur ffam að sérstaða landsins með
tilliti til losunar felist einkum í þrennu. í fýrsta lagi era endumýjanlegar orkulindir nýttar til
húshitunar og ffamleiðslu rafmagns og því er losun gróðurhúsalofttegunda lítil sem enginn frá
þessum þáttum. í öðra lagi er losun ffá fiskveiðiflotanum um fjórðungur af heildarlosun. I
þriðja lagi hefur losun ffá iðnaðarferlum veraleg áhrif á tölur um heildarlosun á landsvísu og á
þetta sérstaklega við um losun ffá iðnaðarferlum vegna aukinnar álffamleiðslu. íslenska
ríkisstjómin lagði í samningaviðræðum mikla áherslu á að Kyotóbókunin myndi ekki hefta
15