Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Side 46
endurspeglar líf og starf samfélagsins í tíma og rúmi, og mat á gildi þess er
mismunandi á milli samfélagshópa og frá einum tíma til annars:
a. Menningarlandslag ffæðir um ferla náttúrunnar, menningarsögu og samspil
manns og náttúru.
b. Menningarlandslag er auðlind til upplifunar og annarra nota í daglegu lífi,
bæði vinnu og ffítíma. Upplifun landslagsins getur haft beina hagræna
skírskotun, t.d. í ferðamennsku og menningarstarfi bæði á þjóðlega og
alþjóðlega vísu.
Fyrirferð og hraði mannlegra áhrifa á menningarlandslagið hafa verið sérlega áberandi
og stigvaxandi síðustu hundrað árin:
• efnisleg áhrif og breytt landnotkun tengd breyttri verktækni og þéttbærari
atvinnuháttum, hvers konar mannvirkjagerð m.a. tengdri samgöngum,
orkuvinnslu og orkuflutningum, svo og ferðaþjónustu.
• fjölgandi eyðibýlum og gróðurbreytingum í kjölfar breytts eða aflagðs
búskapar.
Hvati áhugans fyrir menningarlandslagi er m.a. einhvers konar þáhyggja (nostalgia)
sem orðin er til vegna þarfa fyrir rætur, staðfestu og samsömun í heimi, er ber æ
sterkari einkenni rótleysis og upplausnar. Menningarlandslagið hefur einnig notið
vaxandi áhuga almennings á umhverfíshyggju og umhverfisvemd. Þótt nokkur hluti
menningarlandslags sé staðbýll og sígildur er annar kvikur í þeim skilningi að
landslag mótast og breytist nær því dag ffá degi. Einhvers staðar í óræðri ffamtíð
verður hugsanlega hægt að leggja mat á verðmæti þess.
Síðustu árin hefur hlutur ferðaþjónustu í tekjuöflun landsmanna vaxið. Rætur
ferðaþjónustu og helstu vörumerki hennar eru náttúru- og menningartengd, og kemur
enda glöggt ffam þegar skoðaðar em ástæður heimsókna erlendra gesta til landsins,
sbr. kannanir Ferðamálaráðs8. Bændur eiga myndarlegan þátt í vexti ferðaþjónustu,
fýrst og fremst með því að mæta ffumþörfum gesta - fýrir mat og húsaskjól, en í
vaxandi mæli einnig með ffamboði upplifunar og ögmnar í íslenskri náttúm, t.d. með
hestaferðum. Söfn og sýningar draga upp mynd af sögu og menningu þjóðarinnar,
oft(ast) landbúnaðartengdri. Með merkingu gönguleiða og sögustaða er einnig komið
til móts við vaxandi þörf, um leið og hlúð er að landinu og sérkennum þess í
náttúmfari og sögu. Matarmenning þjóðarinnar hefur verið vanræktur þáttur sem nú er
áhugi á að reisa við og efla á forsendum landbúnaðarins, og fleira mætti nefna.
Undirstaða margs þessa og líklega flests er landið með svipmóti sínu svo og ræktunar-
og nýtingarkostum, náttúmfari og menningarminjum, auðsæjum sem torsæjum.
Mikilvægt er að sem mest af þessu gerist í tengslum við lifandi og ffamsækna
framleiðslu hefðbundinna afurða landbúnaðarins, og verði til þess að auka fjölbreytni
hans - bæði til þess að mæta breyttum þörfum samfélagsins og að treysta um leið
tilvist og tekjugmndvöll byggðanna. Hér mun ekki aðeins reyna á hugvit og ffamtak
til nýsköpunar vöm og þjónustu, heldur líka til á þarfgreiningu og hugvitsamlega
markaðssetningu afurðanna.
Hver hefði t.d. fýrir 20-40 ámm gert sér ferð til vandalausra bænda í Æðey, farið á
hásumri vestur í Bjamarhöfn í því skyni að kynnast hákarli í öllum myndum, eða látið
leiða sig um galdrahús norður á Ströndum - og það gegn greiðslu? Eða skoðað
44