Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 55
fitusýra hefur eigin virkni þá hafa fæstar tilraunir verið gerðar með hreinar fitusýrur
vegna kostnaðar við að einangra þær. Flestar tilraunir hafa verið gerðar með
dýramódelum eða ffumurækt þó líka hafi verið gerðar faraldsfræðilegar athuganir og
beinar tilraunir með fólk. Hér á eftir verður gerð grein fýrir helstu atriðum í líffæðilegri
virkni CLA og er stuðst við nokkrar megin yfirlitsgreinar (Belury 2002a, 2002b; McGuire
og McGuire 1999; Parodi 1999; Pariza 2004).
Nokkuð ljóst er að CLA cis 9, trans 11 18:2 vinnur gegn bijóstakrabbameini. Fram á það
hefur verið sýnt með rannsóknum í ffumurækt, tilraunadýrum og með faraldsffæðilegum
athugun. Athygli vekur að mesta vömin verður þegar þessarar CLA er neytt snemma á
þroskaferlinum, áður en eða á meðan kirtilffumumar em að sérhæfa sig. Þá hafa
rannsóknir sýnt að CLA cis 9, trans 11 18:2 vinnur gegn vexti æxlisffuma úr húð, ristil
og blöðmhálskrabbameinum svo eitthvað sé nefht. Vitneskja er komin ffam um að þessi
CLA hafi áhrif á hjarta og æðasjúkdóma þar sem hún getur lækkað fitu og kólesteról í
blóði og komið í veg fyrir útfellingar í æðum. Þá em nefhd áhrif á ónæmiskerfi líkamans
og beinheilsu.
Meiri ágreiningur er um virkni CLA trans 10, cis 12 18:2. Þessi fitusýra er talin gegna
lykilhlutverki í fitufalli í mjólk („milk fat depression") hjá kúm sem var mönnum lengi
ráðgáta af hveiju stafaði (Bauman og Griinari 2001, 2003). Þessi fitusýra er talin geta haft
áhrif á stjómun á fitusamsetningu líkamans og þar með ástandi eins og offitu. í
yfirlitsgreinum Pariza (2001, 2004) kemur fram að CLA trans 10, cis 12 18:2 hvetur til
dauða á fituffumum á frumstigi og hamlar flumingi fitu inn í ffumur. Hún stuðlar ekki að
niðurbroti á fitu í fituvef. Þess vegna er líklegt að áhrif þessarar fitusým á samsetningu
líkamans verði mest hjá dýmm í vexti og einnig í endurhæfingu eflir að fitumagn í
líkamanum hefúr verið minnkað með einhverjum hætti. Það er því varla líklegt að notkun
á CLA trans 10, cis 12 18:2 við meðferð á offim skili árangri ein sér. Nokkrir
vísindamenn hafa efast um að notkun CLA trans 10, cis 12 18:2 sé hættulaus (Kelly og
Ericson 2003; Larsen og fl. 2003). Er einkum talið að hætta sé á einkennum sykursýki
svo sem minni virkni insúlíns, hækkaðs blóðsykurs og fitusöfnun í lifur og þar að auki sé
þessi CLA gagnslítil til að minnka líkamsfitu. Þessar ályktanir em einkum byggðar á
tilraunum með mýs, sem em mjög viðkvæmar fýrir þessari fimsým, og fáeinum
mælingum í fólki. Wahle og fl. (2004) telja í viðamikilli yfirlitsgrein að af hundmðum
greina um þetta efhi séu örfáar sem sýni varhugaverð áhrif af notkun CLA trans 10, cis
12 18:2. Hins vegar þurfi að skilgreina virkni þessarar CLA betur. I sama streng taka
Brown og Mclntosh (2003) og Belury og fl. (2003). Pariza (2004) áréttar að nauðsynlegt
sé að fólk spyiji réttra spuminga þegar rannsóknir em gerðar og byggi á þekkingu sem
þegar er til staðar.
Mettuð flta og hjartasjúkdómar
Á sjötta áratug liðinnar aldar birti Keys (tilvitnun hjá Majala 2000) niðurstöður þar sem
reiknað var samhengi milli dánartíðni vegna hjartasjúkdóma og neyslu á dýrafitu eða
mettaðri fitu. Valin vom gögn fyrir 6 lönd þó til væm gögn fyrir 21 land og ef tveimur
hefði verið sleppt hefði ekkert samhengi fengist. Á eftir fylgdu víða um heim
margvíslegar rannsóknar þar sem sýnt var ffarn á samhengi milli kólesteróls í blóði,
sérstaklega svokallaðs LDL kólesteróls, og hjartasjúkdóma. Mettuð fita og þá sérstaklega
dýrafita var talin auka LDL kólesteról og því áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma. Það hefúr
hins vegar komið smám saman í ljós að það er líffræðilega rangt að flokka fitu með
53