Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 69
hlutfall grasfóðurs hafa að jafnaði hærra hlutfall af CLA. Frekari rannsókna er þörf til
að varpa betur ljósi á mikilvægi heilsubætandi áhrifa CLA svo og hvemig auka megi
hlutfall hennar í mjólk. Nú þegar em all nokkrar vömr á markaði erlendis með háu
hlutfalli af CLA bæði með náttúrulegu og viðbættu CLA.
Omega-3 fítusýrar, sem einnig er að fínna í mjólk, hafa um alllangt skeið verið
þekktar sem lífvirkar fítusýrar sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í forvömum
gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt að ómega-3 fítusýrar lækki
þríglýseríðmagn í blóði, hafí jákvæð áhrif á blóðþrýsting, dragi úr samloðun
blóðkoma, auki teygjanleika (e. elasticity) æðanna og stuðli að jafnari hjartslætti (15).
Með því að auka neyslu ómega-3 fítusýram úr 0,3 g í 1 g á dag er talið að lækka megi
tíðni hjartasjúkdóma um allt að 30%. Nú þegar era á markaði í mörgum löndum mjólk
með hátt hlutfall af ómega-3 fítusýram. í flestum tilfellum er magn ómega-3 fitusýra
aukið með því að bæta því í vörana en einnig er um að ræða mjólk sem öðlast hefur
hærra hlutfall með fóðurstýringu.
Önnur lífvirk efnasambönd má nefna eins og hormónið melatónín, sem m.a. er að
fínna í mjólk, og hefur væg svefnáhrif. Niðurstöður rannsókna hafa einnig bent til
þess að það bæti gæði svefhsins og að fólk verði bæði hressara og betur vakandi á
daginn (19). Mjólk með háu hlutfalli af melatónín kom fýrst á markað í Finnlandi
árið 1999 og í kjölfarið hefur slík mjólk verið markaðssett í Japan og á Bretlandi.
Önnur áhugaverð mjólkurafurð inniheldur virkan efhisþátt, plöntustanólester sem ekki
kemur úr mjólk. Plöntustanólester lækkar kólesteról með því að hindra upptöku þess í
meltingarvegi (12-13). Þessi plöntustanólester var framan af einkum notaður í ýmiss
konar viðbit en nú nýverið hafa einnig komið fram léttari afurðir með
plöntustanólester, til að mynda jógúrtdrykkir á borð við þann sem MS hefur nú hafíð
framleiðslu á undir vöramerkinu Benecol.
Neikvæðir þættir og gagnrýni á hollustu mjólkurafurða
Fita í mjólk og mjólkurafurðum er að mestu leyti mettuð, en mettuð fíta hefur verið
tengd hjarta- og æðasjúkdómum (20). Þar af leiðandi getur mikil neysla á fullfeitum
mjólkurafurðum haft neikvæðar afleiðingar í for með sér. A móti kemur að neytendur
í dag eiga möguleika á að velja léttar eða fítulausar mjólkurvörar í flestum
vöraflokkunum og geta þvi sniðið hjá mjólkurfítunni ef þeir óska þess.
Viðbœttur sykur í mjólkurafurðum hefur verið mikið í umræðunni. Sykurinn gegnir
margþættu hlutverki fýrir heildar bragðgæði vörannar. Hann vinnur gegn súrbragðinu
sem myndast við sýringu mjólkurinnar auk þess sem hann ber uppi ávaxtabragðið
sem annars yrði bæði flatt og bragðdauft. Þá hefur hann mikil áhrif á áferð vörannar
og gefur henni fýllra bragð. Hvað varðar sætleikann þá byggist hann fýrst og fremst á
þeim niðurstöðum sem fengist hafa í neytendaprófunum. Það sætustig sem er í
vöranum er það sem flestum líkar bæði hér á landi og víðast hvar í Evrópu nema í
suðlægu Evrópulöndunum þar sem sykurinnihaldið er haft mun hærra. Auðvitað er
hluti neytenda sem finnst þetta annaðhvort of sætt eða of lítið sætt en það verður að
taka mið af því sem fjöldinn vill því annars næðist ekki sú sala sem þarf til að halda
vöranni á markaði. Hafa skal í huga að böm hafa næmara bragðskyn en fullorðnir og
fínnst því sýrðar vörar oft mjög súrar þegar okkur eldri þykja þær hæfílegar. Sykur
vinnur á móti súrbragðinu og það sem bömum finnst hæfilegt fínnst fullorðnum fínnst
stundum of sætt og væmið.
67