Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 70
Það mætti ráða af sumum skrifum og umfjöllun í fjölmiðlum að mjólkurvörur væru
ein helsta uppspretta viðbætts sykurs á íslandi. Staðreyndin er hinsvegar sú að aðeins
um 6% af heildameyslu viðbætts sykurs landsmanna má rekja til mjólkurvöru
samkvæmt síðustu könnun Manneldisráðs (21). Um 80 - 90% má afitur á móti rekja til
neyslu sykraðra gosdrykkja, sælgætis og sykurvara. í ljósi þessa er því verið með
þessari villandi umfjöllun að beina augum almennings ffá rót vandans. Það er alveg
ljóst að neysla viðbætts sykurs í mjólkurvömm skiptir mjög litlu fyrir heildameyslu
sykurs. Þrátt fyrir neyslu bragðbættra mjólkurvara á að vera auðvelt að halda sig langt
innan þeirra marka sem Manneldisráð telur hóflegt, en samkvæmt þeirra viðmiðunum
er ásættanlegt að allt að 10% orkunnar úr fæðunni komi úr viðbættum sykri. Ein dós
með bragðbættri jógúrt inniheldur um einn fimmta af því magni en gefur okkur um 25
- 30% af daglegri þörf af mörgum vítamínum, kalki og öðmm steinefnum. Óhófleg
sykumeysla landsmanna ræðst því ekki af sykri í mjólkurvörum. í þessu sambandi er
jafnffamt rétt að geta þess að rannsóknir hafa sýnt að böm og unglingar sem neyta
mest af mjólkuvörum neyta að jafnaði minna af sykri en þau sem minna neyta af
mjólkurmat.
Mjólkurofnœmi og mjólkursykursóþol er oft nefht sem ástæða þess að sumt fólk geti
ekki neytt mjólkurafúrða (22). Það em prótein í mjólk sem valda mjólkurofnæmi og er
það þriðja algengasta tegund ofnæmis hjá nýfæddum bömum. Tíðnin er talin vera á
bilinu 2-5% á Norðurlöndunum. Yfirleitt eldist þetta fljótt af bömum og í Danmörku
hefur það minnkað um helming við 1 árs aldur og um 90% við 3 ára aldur.
Mjólkurofhæmi hjá fullorðnum er talið mjög lágt eða um 0,1%. Mjólkursykursóþol
stafar af skertri getu til að melta mjólkursykurinn vegna minni virkni á ensíminu
laktasa í meltingarveginum. Þetta veldur því að hluti mjólkursykursins fer ómeltur
niður meltingarveginn í ristilinn þar sem þarmabakteríur geija hann. Við þetta
myndast bæði sýmr og gas sem skapa óþægindi fyrir einstaklinginn þ.e. uppþembu og
vindverki og jafnvel niðurgang og magakrampa. Tíðni mjólkursykursóþols er mjög
misjöfn efitir uppmna. í mörgum löndum Affíku, Asíu og Suður-Ameríku er hún allt
að 100% en aðeins 10% í Norður Evrópu. í Svíþjóð og Danmörku er hún einungis fá
prósent. Misjafnt er hve mikið magn einstaklingar með mjólkursykursóþol geta þolað
í hverri máltíð. Flestir hafa væga útgáfu og þola sem samsvarar Vi til 1 glasi af mjólk
með hverri af þremur aðalmáltíðum dagsins. Einnig er algengt að einstaklingar þoli
sýrðar afurðir betur vegna þess að hluti mjólkursykursins hefur verið brotinn niður af
mjólkursýmgerlunum auk þess sem gerlakúltúrinn getur hjálpað til við niðurbrot hans
í meltingarveginum. 1 sumum löndum eins og Finnlandi þar sem mjólkursykursóþol er
ttl. algengt er ffamleidd sérstaklega mjólk og sýrðar mjólkurvörur þar sem stærsti hluti
mjólkursykursins hefur verið brotinn niður. Hér á landi eru nokkrar sýrðar
vörutegundir með skertan mjólkursykur (<lg/100g) þ.e. léttsúrmjólk (bæði hrein og
ávaxtablönduð), Plús og LH. Auk þess má nefna að í föstum ostum er nánast allur
mjólkursykur horfínn (<0,1%).
Lélegur járnbúskapur meðal bama tveggja ára og yngri, hefur komið ffam í
rannsóknum sem gerðar hafa verið hérlendis á síðustliðnum ámm (20). Helsta
orsökin er talin vera einhæft fæði og að mjólk er oft of ráðandi í fæði margra þeirra
(>l/2 lítri á dag) en kúamjólk hefur tiltölulega lágt jáminnihald auk þess sem kalk og
fosfór í mjólkinni er talið hindra upptöku jáms í meltingarveginum. í samráði við
sérstakan starfshóp sérffæðinga um næringu ungbama á vegum Manneldisráðs,
Landlæknisembættisins, bamalækna við Landspítala-Háskólasjúkrahús, félags
bamahjúkrunarffæðinga og félags heilsugæsluhjúkmnarfræðinga, þróaði
Mjólkursamsalan því sérstaka mjólk, Stoðmjólk, fýnr böm ffá 6 mánaða til 2 ára
68