Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 120
Sumarið 2004 var ennfremur gerð tilraun í þessum flokki á Stóra-Ármóti, þar sem
viðfangse&ið var að afla vitneskju um smitleiðir hnísildýra í sauðfé en hníslasótt veldur
tjóni hjá sauðfjárbændum víða um land án þess að menn átti sig fullkomlega á
áhættuþáttunum. Árið áður hafði verið gerð forkönnun á hníslasmiti í fé hjá bónda á
Suðurlandi þar sem hluti fjárins gekk á láglendi allt sumarið og hluti á affétti. Þessar
tilraunir vom skipulagðar af Grétari H. Harðarsyni og gerðar í samvinnu við Dr. Sigurð H.
Richter á Tilraunastöðinni á Keldum.
í tilrauninni á Stóra-Armóti var lambám beitt á túnhólf sem ýmist höfðu verið ffiðuð eða
beitt (vor/haust) árið áður og helmingi ánna var gefið hníslalyf. I lok júní var fénu sleppt á
úthaga (heimaland á Ármóti) en helmingi lambanna gefið hníslalyf áður. Öllum ám var
gefið ormalyf um vorið og affur í lok júní ásamt lömbum. Féð hafði síðan aðgang að há frá
byijun ágúst og lömbum var slátrað 6. september. Talinn var fjölda hnísla og ormaeggja í
saur þrisvar sinnum yfir tilraunatímann og fylgst með þrifum lambanna. Fyrsta uppgjör á
niðurstöðum bendir til þess að ekki hafí tekist að ffamkalla teljandi áhrif af mismunandi
vormeðferð á hníslasmit í þessari tilraun þar sem ekki var marktækur munur á þrifum
lambanna milli meðferðarhópa né fjölda hnísla í saur lambanna. Skýringin er m.a. sú að
beitarþungi í túnhólfunum varð alltof of lítill þar sem spretta var með eindæmum góð,
þannig að hníslasmit hefur sennilega ekki náð að byggjast upp. Einnig var nokkuð um
óhöpp og kvilla í fénu, sem olli fækkun og auknum breytileika innan tilraunahópanna.
(Sigurður Richter, Grétar H. Harðarson og Emma Eyþórsdóttir, óbirtar niðurstöður).
Haust- og vetrareldi sláturlamba
í þessum verkefnaflokki hafa verið gerðar fjórar tilraunir, allar á Hesti. í upphafi var gerð
tilraun veturinn 2001-2002 með lýsingu við fóðrun lamba til slátrunar. Gerð var grein fyrir
niðurstöðum hennar í lokaritgerð Sigríðar Jóhannesdóttur til B.S. prófs vorið 2003, á
veggspjaldi á Ráðunautafundi 2003 og síðar í grein í Frey (Sigríður Jóhannesdóttir og
Emma Eyþórsdóttir, 2003a,b). Fram komu jákvæð áhrif af lýsingu á vöxt gimbra í
innifóðrun, sem voru aldar inni ffam í febrúar.
Haustið 2002 hófst röð þriggja tilrauna á Hesti þar sem beitt var mismunandi meðferðum
við eldi lamba að hausti til slátrunar fýrir jól. Allar tilraunimar hafa verið skipulagðar með
svipuðum hætti, þar sem valin vom um 100 lömb í léttari kantinum við haustvigtun f
september og þeim skipt í 6 hópa, þar sem fýrsta hópnum var slátrað strax, hin lömbin
gengu á grænfóðurbeit í 5 vikur og öðmm hóp var slátrað eftir það en fjórir hópar fengu
áffamhaldandi tilraunameðferð og var slátrað ýmist í nóvember eða desember. í síðustu
tilrauninni, haustið 2004, vom áframeldishópamir þó aðeins tveir, sjá nánar hér á eftir. Öll
hrútlömb vom gelt við upphaf tilrauna um mánaðamótin september/október. Allt fóður í
innifóðmn var vigtað daglega og át mælt. Sýni vom tekin af hryggvöðva úr 6 lömbum úr
hverjum tilraunahóp í öllum tilraununum til gæðamælinga á kjöti og skynmats. Auk þess
vom kmfhir bógar af 8 lömbum úr hverjum hóp til að spá fyrir um vefjahlutfoll í
skrokknum í heild. Þessar mælingar vom gerðar af sérfræðingum Matra og skynmat var
gert á Rannsóknastofhun fiskiðnaðarins. Mælingum úr síðustu tilrauninni er ekki lokið og
heildamppgjör fyrir tilraunaröðina í heild liggur því ekki fýrir. Bráðabirgðaniðurstöður
benda ekki til þess að teljandi munur sé á gæðum kjöts af lömbum úr eldi og af lömbum
sem slátrað er að hausti.
118