Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 123
fæðingu til slátrunar eins og við hinn hefðbundna burðartíma (Leið A). í leiðum A og B er
miðað við þá forsendu að öllum lömbunum sé slátrað við um 15 kg meðalfallþunga, sem
væri kringum 20. september miðað við hefðbundinn burðartíma (leið A), en um 20. ágúst ef
burði er flýtt um mánuð (leið B). Það að gera ráð fyrir að slátra öllum lömbunum á sama
tíma er vissulega ákveðin einföldun, en það myndi þó ekki hafa stórkostleg áhrif á
niðurstöðuna þó litlum hluta þeirra (5-10%) yrði slátrað nokkru síðar.
Leið C er aðeins flóknari en hinar tvær og forsendumar sem við gefum okkur eru sjálfsagt
umdeilanlegar, en þá verður að hafa í huga að þessi æfing er meira hugsuð til að gefa
hugmynd um hvað gera má með svona líkani heldur en endilega að gefa eina rétta
niðurstöðu. í leið C er hugsunin sú að dreifa slátruninni í báðar áttir. Við gefum okkur
áifam að meðalvaxtarhraði lambanna sé 280 g/dag ffá fæðingu til haustsmölunar. Hins
vegar er alltaf töluverður breytileiki í vænleika lamba innan hvers bús. Ef við gefum okkur
að haustþungi lambanna sé normaldreifður og staðalffávik í fallþunga sé um 2 kg ef öllu
væri slátrað beint af fjalli (byggt á tölum ffá Hestbúinu), þá má reikna það út að um 40% af
lömbunum í þessu kerfi (leið C) næðu að meðaltali 15 kg fallþunga ef þeim væri slátrað 20.
ágúst. Þetta eru alls 484 lömb (1211 x 40%, sjá 2. töflu). Þá eru eftir 60% sláturlambanna,
alls 727 stk.
Þar sem ánum er aðeins fjölgað um 100 í leið C, eru 100 m2 pláss laust í skemmunni þar til
sauðburður hefst. Bóndinn velur að nýta þetta pláss til að ala lömb til páskaslátrunar, alls
130 lömb, eða um 11% af heildarijölda sláturlambanna. I þetta eru valin léttustu lömbin,
sem skv. svipuðum reiknikúnstum og áður eru að meðaltali aðeins með um 10,2 kg
fallþunga þann 20. ágúst. Frá þeim tíma og ffam að páskaslátrun um miðjan mars eru um
200 dagar. Við skulum gefa okkur að þetta innieldi byggist á eingöngu á gróffóðri og
lífþungaaukning sé um 100 g/dag eða um 40 g kjöts á dag, sem er varlega áætlað miðað við
tilraunaniðurstöður. Samkvæmt þessu yrði meðalfallþunginn við páskaslátrun 18,2 kg. Að
sjálfsögðu er hægt að láta þessi lömb þyngjast meira með því að beita þeim á kál að hausti
og gefa kjamfóður með heyinu en óvíst er um hagkvæmni þess þar sem hætt er við að
yfirborgun páskalambanna tapist að töluverðu leyti ef meðalfallþunginn fer mikið yfir 18
kg. Gert er ráð fyrir að þessi smálömb séu á óáborinni há ifá 20. ágúst og þar til þau em
tekin inn um miðjan október, þannig að litlu sé til þeirra kostað á þeim tíma enda sé
þyngingin þá aðeins um 100 g/dag líkt og á innieldinu.
Þau 49% sláturlambanna (597 stk) sem hvorki fara í sumarslátrun né páskaslátrun, er
reiknað með að séu fýrst á blöndu af ræktuðu og óræktuðu landi með mæðmm sínum til 20.
september, en séu svo tekin undan og sett á kál, þar sem þau em ffam til slátmnar í byijun
nóvember. Reiknað er með að meðalþungaaukning lambanna yfir allt þetta tímabil, þ.e. ffá
20.ágúst til slátmnar (alls ca. 75 dagar), sé 175 g lifandi þunga eða 70 g fallþunga á dag. Er
þetta varlega áætlað út ffá niðurstöðum haustbeitartilrauna (Emma Eyþórsdóttir og
Jóhannes Sveinbjömsson, 2001). Þessi hluti lambanna færi þá úr 12,7 kg fallþunga 20.
ágúst í 18,0 kg fallþunga í nóvemberbyijun.
121