Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Side 201
fyrir ísland). Það sama gildir um Gilsbakka, jarðardýrleikinn er óviss því ekki er goldin
tíund af. Ámi og Páll geta þess hins vegar að 1698 hafi Gilsbakki verið virtur á 20
hundruð. Um 1861 er Gilsbakki hins vegar metinn á 48,1 hundrað. Hvammur er 10
hundruð að gömlu mati og Haukagil 20 hundruð.
Samkvæmt jarðamatinu gæti því að hafa verið um 16 nautgripir Sigmundastöðum, eða 50
ær og 7 nautgripir. Við búfjártalninguna 1708 er sauðfjártalan á Sigmundastöðum 48, og
nautgripir 7 auk 4 hrossa. Liggur því nærri að bústofninn fyrir árið 1708 sé í samræmi
við jarðamatið. Á Húsafelli er áhöfhin 1708 217 kindur, 12 nautgripir og 17 hross sem
gerir mun meiri áhöfn en jarðamatið (nýja) gerir ráð fyrir. Á Gilsbakka er áhöíhin 12
nautgripir, 204 ær og 19 hross sem telst vera 46 kúgildi auk hrossa sem er í nokkru
samræmi við jarðamatið. í Hvammi er bústofhinn 7 nautgripir og 62 fjár auk 5 hrossa og
jarðamatið 10 hundruð. Áhöfnin á Hvammi lætur því nærri að vera tvöfalt meiri en
jarðamatið segir til um. Haukagil er metið á tvöfaldan dýrleika á við Hvamm, eða 20
hundruð. Áhöfnin á Haukagili er sauðfé 49, nautgripir 5 og hross 5, sem gera 13 kúgildi
auk hrossanna svo áhöfnin er einnig hér í nokkru samræmi við jarðamatið.
Þróunin í búfjárfjöldanum frá 1708 til okkar daga á þessum fimm bæjum, auk er að finna
á Mynd 1. Almennt fylgir þróunin á þessum bæjum landsþróuninni á þessu tímabili. Árið
1789 er búfjáreignin í lágmarki á bæjunum, eins og annarsstaðar vegna móðuharðindanna
og niðurskurðarins. Það á eru ekki til gögn um fé á Húsafelli. Um 8 sauðkindur eru í
Hvammi og örfáir tugir á hinum bæjunum nema Gilsbakka sem telur 70 kindur. Alls eru
einungis 125 kindur á þessum 4 bæjum svo það hefur tekið tíma að ná upp fjárfjöldanum.
Nautgripir og hross eru sömuleiðis innan við tugurinn á hverjum bæ. Talningin 1840
gefur hins vegar athyglisverða mynd sé það ár borið saman við 1708. Á öllum bæjunum
eru mun færri nautgripir 1840 en 1708, alls 22 borið saman við 48 árið 1708. Fjárfjöldinn
á bæjunum er hins vegar nær sá sami, 580 árið 1708 á móti 551 árið 1840. Hrossafjöldinn
er einnig nær sá sami. Spumingin er hvort þessi hrossafjöldi endurspegli ekki lengra
tímabil, að hrossafjöldinn á bæjunum hafi verið svipaður aldimar á undan, enda verklag
allt það sama og þörfin fýrir hrossin því svipuð.
Árið 1925 hefur QárQöldinn tvöfaldast miðað við 1840, er kominn í 1030 á bæjunum og
fjölgar enn er líður á 20. öldina. Hann nær hámarki 1959 er 2037 fjár em á fjórum
bæjunum, en fjárlaust er á Sigmundastöðum. Á Húsafelli einu em nær 1000 fjár og nær
600 á Gilsbakka. Árið 2002 var einungis fé á tveimur af bæjunum, Haukagili og
Gilsbakka.
Þróun gróðurfars
Engar heimildir em fyrirliggjandi um gróðurfar í Hvítársíðu og Hálsasveit fýrr á öldum,
aðrar en almenn ummæli í ferðabókum og jarðalýsingum. Af heimildum má ráða að skóg
var að finna á mörgum bæjum í Hálsasveit og Hvítársíðu lengi fram eftir öldum. Þannig
er getið um itök bæja og kirkna í skógum á þessum bæjum, sérstaklega á Húsafelli en
einnig í Stór-Ási og á Gilsbakka. Eitt fyrsta kort sem gert var á Islandi er kort Þórðar
Þorlákssonar biskups frá 1668. Þórður gerði tvö kort árið 1668. Á báðum kortunum em
teiknuð 5 greinileg tré neðan við “Galmanstungu” í Borgarfirði. Það sem er athyglisvert
að hvergi em tré teiknuð annarsstaðar á landinu, hvorki á austurlandi né á norðurlandi þar
199