Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 257
þorrablótstrogið eins og við þekkjum það í dag á rætur sínar að rekja til veitingahússins
Nausts á sjötta áratug síðustu aldar (Essén 2001, bls. 6). Þegar talað er um íslenska
matarmenningu er mikilvægt að hugsa ekki bara um það sem þorrablótstrogið inniheldur,
heldur einnig að taka með matarmenningu nútímans, flétta þetta tvennt saman og færa í
nútímabúning. Þannig ætti að vera mögulegt að skilgreina betur íslenska matarhefð og -
menningu og þar með að styrkja sjálfsímynd íslendinga í þessum efnum, skapa “íslenskt
eldhús”.
Matur er svo óaðskiljanlegur hluti af ferðaþjónustu að mikilvægi hans hefur í gegnum
tíðina ekki verið metinn sem skyldi, hann er sjálfsagður hluti af heildinni. Það hefur þó
færst í vöxt á siðustu árum að þjóðir sem hafa ekki endilega skilgreint sig sem sérstakar
“matarþjóðir” nýti sér matarmenningu sína til þess að skapa sér sérstöðu (Hall and
Sharper 2003). í síaukinni samkeppni á markaði ferðamála hefur þörfin fyrir nýjungar
aukist og er matarferðaþjónusta eins og áður segir ein af nýjungunum á þessu sviði.
Þessa staðreynd þurfa íslendingar að nýta sér í meira mæli en þeir hafa hingað til gert.
Hérlendis fer fram gæða matvælaffamleiðsla, allt frá haga og hafi til maga. Aðbúnaður
og meðferð húsdýra er í flestum tilvikum góð og gæða- og heilbrigðiskröfur strangar.
Náttúra íslands býður upp á fjölbreytni hvað varðar hráefni til matargerðar og gott
aðgengi er að sjófiski og ferskvatnsfiski. Auk þessa telst mengun tiltölulega lítil miðað
við aðstæður í matvælaffamleiðslu víða annarsstaðar. Víða um land er fjölbreytt matvæla-
framleiðsla innan sama héraðs.
Af ofantöldu virðist því vera ákjósanlegar aðstæður til að skapa landinu sterka ímynd á
sviði matarferðaþjónustu. Sé byggt á þessum staðreyndum og íslenskri matarhefð og
matargerðarlist gerð betri skil ætti Island að geta skipað sér í sess með öðrum þjóðum á
þessu sviði.
Heimavinnsla og heimasala landbúnaðarafurða
Heimavinnsla og heimasala afurða á býlum hefúr verið töluvert í umræðunni hérlendis
undanfarið. Þegar talað er um heimavinnslu og heimasölu afurða er átt við milliliðalausa
sölu landbúnaðarafurða frá bónda eða ffumframleiðanda til neytanda
(Landbúnaðarráðuneytið 2005). Vinna er hafin við að kortleggja stöðuna í þeim málum
og skilgreina hugsanleg höft svo og möguleika sem í því felast fyrir bændur og þá
sérstaklega ferðaþjónustubændur.
Almennt er talið að það verklag sem notað er við hina svokölluðu hefðbundnu íslensku
matargerð sé að meira eða minna leyti að falla í gleymsku. Víða um land er þessi þekking
enn til staðar þó ekki sé hún eins útbreidd og áður. Ætla má að hún sé meiri í dreifbýlinu
og þá helst til sveita, heldur en í þéttbýlinu.
Aðskilnaður neytanda frá framleiðanda hefúr nokkuð einkennt nútíma efnahagskerfi.
Oftast stendur á umbúðum frá hvaða landi varan er komin og/eða nafn ffamleiðanda, sé
um innlendan framleiðanda að ræða, en að öðm leyti veit neytandinn lítið um tilurð
vömnnar, t.d. við hvaða aðstæður hún er búin til. Ekki er óalgengt að vara sé framleidd i
einu landi og unnin í öðm landi og jafnvel pökkuð í því þriðja. Þetta veldur erfiðleikum
fyrir viðskiptavininn að átta sig á uppmna vömnnar. Þessi þróun hefúr leitt af sé kröfúr
um meiri þekkingu á uppruna vömnnar hjá ákveðnum hópi neytenda.
255