Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 9
7
í lieild var árið mjög gott og hlýtt. Sumarið óvenju hlýtt og þurrt, en
stormasamt. Haustið var einnig hlýtt og hagstætt til hvers konar útistarfa.
Yfirlit um hita og úrkomu á Akureyri 1955—1956.
Hiti í C° 1955 1956 1901-30 Úrkoma í mm 1955 1956 1901-30 Úrkomudagar 1955 1956
Janúar -r-3.5 h-3.8 ■ h-2.5 44.3 94.3 43.4 15 23
Febrúar -t-5.8 2.7 ■ h-2.0 25.6 11.9 .34.4 6 6
Marz h-0.7 3.0 h f-1.7 25.3 18.7 35.6 10 7
Apríl 4.6 1.8 0.8 17.1 48.7 30.7 9 15
Maí 4.9 6.0 5.0 17.8 33.1 22.2 8 17
Júní 9.7 7.7 9.3 27.5 21.3 23.8 12 7
Júlí 13.3 9.9 10.9 21.1 27.1 35.2 11 10
Ágúst 12.1 8.0 9.2 24.2 25.1 41.8 12 14
September 7.7 8.1 6.8 39.9 53.3 39.2 17 12
Október 1.3 3.9 2.5 32.9 41.4 55.9 12 16
Nóvember 2.4 4.8 ■ h-0.5 33.9 19.1 45.9 20 14
Desember -t-4.1 1.0 ■ h-1.9 66.9 27.9 57.0 18 15
Meðaltal allt árið 3.5 4.4 3.0 376.2 421.9 464.7 150 156
Meðaltal maí—sept. 9.5 7.9 8.2 128.5 159.9 161.8 60 60
Hitam. 1/5-1/10 1448.3 ; 1214.1 1261
b. Veðrið 1956.
Janúar til apríl. Hinn 2. og 3. jan. var hláka með suðaustanátt og tók
töluvert. Síðan voru óslitin frost til 27. jan., en þá gekk aftur til sunnan-
áttar. Úrkoma var mikil allan mánuðinn, eða alls 94.3 mm og mestmegnis
snjór. Voru oft hríðarveður. Febrúarmánuður var hlýr, og suðlæg átt að
kalla allan mánuðinn og mjög lítil úrkoma. Snjó tók töluvert, en engar
meiriháttar hlákur gerði í mánuðinum.
Fyrstu viku marz gerði töluverð frost með norðanátt og lítilsháttar
snjókomu. Þann 7. marz brá til sunnan þíðviðris, og hélzt svo út allan mán-
uðinn, að varla kom frost um nætur. Hlýjast var 27. og 29. marz, en þá
var meðalhiti sólarhringsins 8.2—10.3°. Jörð var orðin að mestu leyti þíð
seinni hluta mánaðarins, og hinn 31. var aðeins smáfönn eftir hér í stöð-
inni. Farið var að slá verulega lit á tún og einnig voru runnar og tré mikið
komin af stað í lok mánaðarins, enda voru þá búin að vera hlýindi allan
mánuðinn og jörð klakalaus um nokkurn tíma.
Heldur kólnaði í byrjun apríl, og nokkurt frost gerði dagana 8.—16.,
og snjóaði þá einnig töluvert. Þann 17. hlýnaði aftur í veðri og vindur