Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 109
107
grassins voru þó ekki notuð nákvæm mælitæki og þótti því réttara að
reikna þurrheysmagnið úr hverjm lið út frá meðal heyprósentu allra lið-
anna í hverri tilraun í hvorum slætti, og er sú aðferð notuð hér við
ákvörðun heysins.
Framkvæmd tilraunanna.
1. Á Skeggjastöðum.
Þar var tilraununum valinn staður á gamalli sáðsléttu ræktaðri upp
úr valllendismóa. Tilraunasvæðið liggur rétt ofan við þjóðveginn fram-
an við heimreiðina (að bæ Páls). Túnið var í sæmilegri rækt. Að mestu
leyti hefur verið notaður tilbúinn áburður á það undanfarin ár. Gras-
tegundir voru þarna mest háliðagras og nokkuð af vallarsveifgrasi, en
tiltölulega lítið af snarrót, túnvingli og vallarfoxgrasi.
Dálítið kal kom fram á spildunni þar sem fosfórtilraunin var gerð.
Annað sem ruglaði niðurstöður þeirrar tilraunar var, að dreifing köfn-
unarefnisáburðarins, sem framkvæmd var með höndum, eins og öll áburð-
ardreifing á tilraunirnar, heppnaðist ekki vel. Uppskeran nokkuð reglu-
leg af samreitunum hverjum fyrir sig enda virtust engin mistök verða
með framkvæmd hennar.
Áburði var dreift á tilraunareitina 20. maí, var þá að leysa snjó af
túninu, sem féll í kuldakasti, sem kom fyrri hluta mánaðarins.
Fyrri sláttur var framkvæmdur 4. júlí en síðari sláttur 18. ágúst. Við
fyrri slátt stóðu grösin í blóma, en við síðari slátt grasið að byrja að
tréna, háliðagrasið jafnvel að byrja að fella fræ. Við fyrri slátt bar nokk-
uð á að blaðvisnun kæmi fram á kalílausu reitunum og jafnvel á sumum
reitunum sem fengu minnsta kalískammtinn.
2. Á Hjaltastað.
Tilraunareitirnir voru þar settir niður á eins árs sáðsléttu í nýlega
framræstri mýri, sem liggur framan og neðan við gamla túnið. Land þetta
er nærri flatt. Fyrir sáningu hafði verið borinn búfjáráburður í flagið og
hafði honum ekki verið vel dreift og gerði það uppskeru reitanna óreglu-
legri. Grastegundir voru nær einvörðungu hásveifgras ríkjandi með
nokkru af háliðagrasi.
Borið var á 22. maí. Miltið kal kom fram á tilraunasvæðinu. Því olli
kuldakaflinn, sem var að ganga yfir rétt fyrir dreifingu áburðarins og
var kalið ekki farið að sjást. Kalið var mjög misjafnt á einstökum reitum
sem vænta mátti, eða frá því að vera ekki greinanlegt til þess að ná yfir
t