Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 35
33
b. Árið 1956.
Janúar til apríl. Janúar var kaldur (-4-3.8° C) en fremur þurr. Febrú-
ar úrkomusamur (113.2 mm) og hlýr (1.9 0 C), svo að um 8. marz var nær
autt og hélzt svo til 3. apríl, er aftur snjóaði nokkuð. Apríl var í meðal-
lagi kaldur. Gróðurnálar, sem komnar voru í marzlok, kulnuðu aftur um
7. apríl og náðu sér ekki á strik fyrr en um 20 apríl. Um mánaðamótin
apríl—maí var sums staðar orðið klakalaust, og um 5. maí var klaki svo
að segja alls staðar horfinn í ræktuðu landi.
Maí til september. Maí varð í meðallagi hlýr en frost dagana 11.—16.
maí drógu úr gróðri, svo að lítill gróður var kominn í maílok. Úrkoma
var óvenju mikil í maí (65.9 mm). Fyrstu dagarnir í júní voru svo kaldir
að gróður kulnaði upp á túnum og það var ekki fyrr en eftir miðjan mán-
uðinn, að tún gátu talizt algræn. Fyrst um mánaðamótin júní—júlí var
úthagi orðinn algrænn. Allir voru sumarmánuðirnir fremur kaldir og
ágúst óeðlilega þurr (4.2 mm). Háarspretta varð því lítil eða engin. Þann
27. og 28. ágúst komu næturfrost, sem gjöreyðilögðu kartöflugrös.
Október til desember. Október var í meðallagi hlýr en úrkomusamur.
I nóvember var úrkoman (sem var regn fram til þess 20.) þrefalt meiri
en í meðallagi (165.6 mm). Snjó festi ekki fyrr en um 22. nóvember, og
tók hann að mestu upp rétt fyrir jólin. Mjög var ókyrr tíð þessa mánuði,
einkum þó í, nóvember.
Yfirlit um hita og úrkomu á Reykhólum 1955—56.
Hiti 1 C° Úrkoma í mm Úrkomudagar
1955 1956 1949-56 1955 1956 1949-56 1955 1956
Janúar 4-2.6 -í-3.8 -4-1.6 28.1 38.5 51.8
Febrúar -í-3.3 1.9 -4-0.7 11.3 113.2 56.9
Marz -í-0.8 2.9 -4-0.4 64.0 24.4 45.2
Apríl 4.4 1.8 1.1 61.5 51.9 41.3
Maí 5.0 5.1 5.0 22.0 65.9 30.9 6 17
Júní 9.3 7.9 8.7 32.0 36.6 34.0 16 13
Júlí 10.6 9.7 10.2 113.8 41.0 53.9 24 12
Agúst 9.9 8.5 9.6 99.6 4.2 44.1 24 6
September .... 7.0 7.7 7.1 68.1 74.5 57.9 23 16
Október 3.3 3.8 3.9 25.5 109.6 64.2
Nóvember .... 2.8 3.7 2.1 79.9 165.6 66.3
Desember .... -h2.6 1.6 4-0.6 27.8 20.3 42.8
Meðaltal allt árið . . 3.8 4.2 3.7 633.6 745.7 589.4
Meðaltal maí—sept.. 8.4 7.8 8.1
Hitam. 1/5-1/10 .. 1275 1190 1242 335.5 222.2 220.8
3