Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 83
81
2. Tilraunastarfsemin.
Ólafur Jónsson var við framkvæmd tilraunanna á sumrin bæði árin.
Við uppskeru garðyrkjutilraunanna var hann einnig á haustin. Hingað
var ráðinn danskur búfræðikandidat, Páll Winther Nielsen, og kom hann
í byrjun maí 1956. Var hann við tilraunirnar með Ólafi, sumarið og
haustið, en vann þó jafnframt að öðrum verkefnum. Um árangur tilrauna-
starfsins ber eftirfarandi skýrsla vott. Uppgjör tilraunanna annaðist Ólaf-
ur 1955, en P. Winther 1956.
A. Tilraunir með túnrækt.
1. Áburðartilraunir.
Tilraun með vaxandi skammta af fosfóráburði, nr. 17 1954.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- Meðalt. % þurrefni
Áburður kg/ha: 1955 1956 3 ára föll P Ca
a. 120 N, 96 K, 0 P . .. . 84.95 82.23 81.7 100 0.22 0.43
b. 120 N, 96 K, 30 P ... 86.60 86.39 83.1 102 0.29 0.42
c. 120 N, 96 K, 60 P ... 86.01 82.19 82.1 100 0.31 0.45
d. 120 N, 96 K, 90 P ... . 82.33 83.98 81.0 99 0.32 0.40
Fosfór var rannsakaður í sýnishornum frá 1954, 1955 og 1956, í 1.
og 2. slætti öll árin. Fosfóráburðurinn virðist ekki gefa neinn vaxtarauka
enn þá, en hins vegar sýnir efnagreining, að forfórmagn í uppskeru er
um 30% minna í a-lið í kg þurrefni. 30 kg P virðast gefa álíka magn af
P í uppskeru eins og 90 kg.
Tilraun gerð í nokkuð skriðrunnum mýrarjarðvegi, sæmilega fram-
ræstum. Gróður mest sjálfgræðsla.
Tilraun með vaxandi skammta af kali, nr. 18 1954.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- Þurrefni %
Áburður kg/ha: 1955 1956 3 ára föll Ca K
a. 120 N, 70 P, 0 K . .. . 86.46 88.12 86.7 100 0.42 1.48
b. 120 N, 70 P, 40 K ... . 87.60 87.22 83.8 97 0.45 1.71
c. 120 N, 70 P, 80 K . .. . 90.40 90.89 88.6 102 0.42 1.91
d. 120 N, 70 P, 120 K . .. 88.75 91.38 86.2 100 0.45 1.85
Calcium og Kalíum var rannsakað í sýnishornum frá 1954, 1955 og
1956 í 1. og 2. slætti. Enginn teljandi kalískortur virðist kominn í ljós.
Kalí-innihald uppskerunnar er stígandi með auknum kalíáburði.
Jarðvegur og gróður eins og í nr. 17 1954, þó meira sáðgresi.
6