Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 60
58
Má því telja að vegna góðrar nýtingar á heyjum hafi árið verið farsælt,
þó að það sé fyrir neðan meðallag að hlýindum.
Yfirlit um hita og úrkomu á Sámsstöðum.
Meðalhiti C° Úrkoma í mm Úrkomudagar
1955 1956 1928-54 1955 1956 1928-54 1955 1956 1928-54
Janúar 4-1.5 43.5 0.1 159.7 107.5 95.6 15 15 18
Febrúar 4-2.5 2.4 0.2 19.0 202.7 91.8 7 23 16
Marz 1.8 3.8 1.7 90.7 164.5 85.6 15 23 15
Apríl 6.6 4.0 3.4 97.5 77.4 60.0 20 15 14
Maí 6.8 6.4 7.6 33.1 141.8 47.8 8 24 14
Júní 10.7 8.8 10.7 47.2 106.2 51.1 18 21 14
Júlí 11.3 11.2 12.1 244.2 46.4 61.4 30 13 17
Ágúst 10.3 10.7 11.2 179.0 57.5 84.1 26 17 19
September 8.4 9.1 8.8 117.3 77.0 103.4 26 17 19
Október 3.4 4.2 4.3 122.1 215.4 119.0 20 19 18
Nóvember 4.3 4.8 2.1 71.1 324.5 101.1 16 29 17
Desember 4-1.2 2.1 1.2 54.3 124.6 106.1 14 22 19
Allt árið 4.9 5.3 5.3 1285.2 1645.5 1007.0 216 251 200
Maí—sept 9.5 9.3 10.1 620.8 428.9 347.8 109 83 83
Hiti maí—sept 1453.5 1414.3 1542.9
2. Tilraunastarfsemin.
Tvö undanfarin ár hafa verið fremur óhagstæð rekstri jarðræktartil-
rauna, einkum þó árið 1955. Hefur þó verið reynt að halda tilraunastarf-
seminni í fullu horfi og talsverðu verið bætt við af viðfangsefnum. Flest-
allar tilraunir, sem greinir frá í síðustu skýrslu, hafa verið framkvæmdar.
Auk þess hefur eftirfarandi tilraunum verið bætt við: Tilraun með fjórar
ódýrar fræblöndur á framræstri mýri og til samanburðar mýrarfræblöndu
SÍS, með vaxandi köfnunarefni á mýrartún, með tíu stofna af vallarfox-
grasfræi, með sex stofna af hávingli, með fimm stofna af túnvingli, með
fimm stofna af hvítsmára, með fimm stofna af rauðsmára og með amer-
ískt og finnskt háliðagras, auk ýmissa grastegunda, sem Árni G. Eylands,
stjórnarráðsfulltrúi, útvegaði, og er þar með ameríska háliðagrasfræið,
sem virðist taka finnsku fræi talsvert fram. Auk þessa hefur verið byrjað
á tilraunum með athugun á grassprettu eftir forsögn dr. Bjöms Jóhann-
essonar o. fl. Þá hefur verið haldið áfram með úrval á íslenzkum tún-
vingli, og er nú búið að gróðursetja í l/2 dagsláttu til fræöflunar, er gefur
fræ sumarið 1957. Fyrirkomulag og aðferðir við framkvæmd tilrauna