Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 82
80
var mjög lítil, úthagi með lélegasta móti og Fljótsdalsheiði gréri tæplega
svo, að hagi gæti kallast. Frostnætur, svo að kartöflugras féll víðast, komu
síðast í mánuðinum, þótt ekki mældist frost á Skriðuklaustri í mælahúsi.
Þrjá síðustu daga mánaðarins var suðvestlæg átt og blíðviðri og skipti
um tíð með höfuðdegi. Fyrri hluti september var einmunagóður, hitar
oft nær 20° og suðvestlæg átt. Þornaði nú jörð enn meir, svo að neyzlu-
vatn þraut víða. Heyskaparlok urðu ágæt. Um 20. sept fór að rigna og
kólna og snjóaði nokkrum sinnum í heiðar. Fjársmölun gekk vel og væn-
leiki fjár var allgóður.
Okt.—des. Október var tæplega í meðallagi, frostlaust lengst af, en
fremur óstillt. Óvenju litlar úrkomur. Með vetrarkomu skipti um og
voru suðvestan hlákur og blíðviðri frá 25. Hélzt sú tíð fram eftir nóv.,
svo að sumarveðrátta mátti kallast. Nokkurt frost kom í mánaðarlokin.
Stórrigning var þann 8., er olli stórflóði í Kelduá, og vestan ofsaveður 24.
Þessi nóvember einhver sá hlýjasti, er hugsanlegur er. Mild veðrátta í
desember, en miklar rigningar síðari hlutann. Samfelld rigning um jólin.
Árferði í heild um margt gott eða ágætt.
Yfirlit um hita og úrkomu á Skriðuklaustri.
Meðal- hiti Árið 1955: Úrkoma Úrkomu- alls mm dagar Meðal- hiti Árið 1956: Úrkoma Úrkomu- alls mm dagar
Janúar . . -3.3 26.1 11 -4.2 40.9 10
Febrúar .. -4.1 27.0 8 2.5 50.8 7
Marz -0.8 11.2 5 2.8 43.4 18
Apríl 4.2 74.6 11 1.1 28.0 12
Maí 4.3 6.0 4 6.4 58.5 15
Júní 9.0 61.5 13 8.0 28.4 9
JÚH 13.6 10.3 8 10.8 19.2 8
Ágúst 12.3 23.8 12 8.3 23.1 7
September 8.0 62.1 17 8.5 42.6 10
Október 1.4 10.1 9 4.5 23.8 6
Nóvember 2.3 47.4 14 4.8 64.4 11
Desember .. -3.7 33.3 10 1.6 131.8 18
Allt árið 3.6 393.4 122 4.6 554.9 131
Maí—september . . 9.5 163.7 54 8.4 171.8 49
kl. 8 kl. 14 kl. 21 kl. 8 kl. 14 kl. 21
Hitamagn . . 1442.0 1830.1 1298.2 1271.1 1703.9 1121.2
Meðaltal 1448.4 1284.0