Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 88
86
liðir eins með farnir, en þær uppskerutölur eru ekki teknar hér með.
Vaxtarauki fyrir sporomix er óljós, enda tæplega við því að búast að 1.
ár gæfi miklar upplýsingar varðandi snefilefni.
Endurrcektun túna, nr. 17 1953.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Tilhögun: 1955 1956 4 ára föll
a. Túnið óhreyft í 24 ár 66.33 71.73 61.32 100
b. Túnið plægt 6. hvert ár 67.47 78.94 67.14 110
c. Túnið plægt 8. hvert ár 72.57 84.08 70.49 115
d. Túnið plægt 12. hvert ár 73.90 87.83 72.33 118
Um þessa tilraun er ekkert sérstakt að segja, því engin reynsla er
komin á endurræktina. Þó virðast b-, c- og d-liðir gefa nokkurn vaxtar-
auka, enda sáning 1. ár tekizt vel. Húsdýraáburðurinn var ekki plægður
niður heldur herfaður niður.
Tilhögun með áburð er þessi:
a. 60 P, 60 K, 40 N 1. ár, 70 N 2. og 3. ár (18 tn mykja 3. hvert ár).
b. 60 P, 60 K, 60 N (36 tn mykja 6. hvert ár).
c. 60 P, 60 K, 60 N (48 tn mykja 8. hvert ár).
d. 60 P, 60 K, 65 N (72 tn mykja 12. hvert ár).
Tilraun með áburð á áveituengi, nr. 36 1956.
Hey hkg/ha Hlut-
Áburður kg/ha: 1956 föll
a. Áburðarlaust 7.16 100
b. 50 N 11.28 158
c. 100 N ... 16.12 225
d. 100 N, 70 P ... 18.08 252
e. 100 N, 70 P, 80 K .. . 19.00 265
Tilhögun tilraunarinnar: Reitastærð 6x6 = 36 m2. Uppskerureitir
i = 25 m2. Samreitir 5. Tilraunin er gerð á áveituengi. Landið var
mjög rakt fram í miðjan júní, en þornaði þá óðum. Áburðinum var
dreift 29. júní Mikill mosi var í tilraunalandinu og mýrargróðurinn gis-
inn. Horblöðkur voru hér og þar. Tilraunalandið var slegið 25. ág. Heyið
á a-lið var rauðleitt með 45.5% hey. í b-lið var heyið meira blágrænt og
43% hey. í c- og d-lið bar nokkuð á því að heyið væri byrjað að visna og
var með sterkum blágrænum lit og í e-lið var það með eðlilegum græn-
um lit.