Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 95
93
frost í jörð þegar sáð var. Áburðr á ha: 180 kg þrífosfat, 120 kg kalí og
100 kg Kjarni. Byggið komið upp 8. júní, a. og b. byrjað að skríða 17.
júlí, allt vel skriðið 29. júlí. a. Dönnesbygg, b. Flöjabygg, c. Eddakorn,
d. Sigurbygg, e. Tampobygg. Byggið skorið 6. september. Dönnes-, Flöja-
og Eddakorn allar gulþroska, kjarninn seigur. Flöja bezt þroskað. Heldur
gisnar allar, um 3 knippi á reit, en kjarni dágóður. Sigurbygg og Tampo-
bygg græn-gul-þroskuð dálítið misjafnt, allvel þétt einkum Sigurbyggið,
um 4 knippi af reit. Byggið sett á staura til þurrkunar, en gæsir eyði-
lögðu það allt á skömmum tíma, svo ekkert varð til þreskingar.
Samanburður d hafraafbrigðum 1955.
Liðir 3, samreitir 4. Tilhögn annars eins og á tilraun nr. 27 og í sams
konar jarðvegi. a. Niðarhafrar, b. Svalöv orion, c. Samehafrar. Hafrarnir
að koma upp 8. júní, að skríða 29. júlí, skornir 14. september.
a. Gulgrænir, kjarnar deigþykkir til seigir.
b. Grænir, mjólk í miklu af kjörnum.
c. Samehafrarnir með seigþroskuðum kjörnum.
Hafrarnir voru settir á staura eins og byggið, og afdrif þeirra urðu þau
sömu.
Engar tilraunir voru með korn 1956.
C. Garðyrkjutilraunir.
1. Áburðartilraunir á gulrófum.
Áburðartilraun á gulrófum, nr. 15. 1954.
Uppskera hkg/ha Meðaltal Hlut
Áburður kg/ha: 1955 1956 3 ára föll
a. 102.5 N, 157.5 P, 210 K 339.4 150.6 241.9 100
b. 205.0 N, 157.5 P, 210 K 330.0 157.5 248.9 103
c. 102.5 N, 315.0 P, 210 K 371.9 191.3 268.4 111
d. 102.5 N, 315.0 P, 420 K 324.4 149.4 242.5 100
e. 205.0 N, 315.0 P, 420 K 355.0 195.0 267.9 111
f. 161.5 N, 315.0 P, 420 K 373.2 206.3 282.8 117
Greint er frá tilhögun á bls. 96 í skýrslum tilraunastöðvanna 1953—
1954. 1955 var sáð 28. maí, komið upp 8. júní, grisjað 27. júní, tekið
upp 20,—27. október. Rófurnar voru mikið vanskapaðar og talsvert
skemmdar af maðki. 1956 var sáð 30. maí, komið upp 14. júní, grisjað