Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 20
18
uð jafn, eða um 18 til 20 hestar af ha, þegar litið er á meðaltal þessara
fjögurra ára. Miðað við áburðarverð þessi ár má ætla, að áburðarkostn-
aður á hvern heyhest í vaxtarauka fari ekki yfir 20 krónur. Þessari tilraun
verður enn haldið áfram um óákveðinn tíma, til þess að rannsaka meðal
annars, hvort jarðvegurinn þolir þennan áburðarskammt um lengri tíma.
Vaxandi skammtar af N, P og K, nr. 17 1953.
Sandfellshagi.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- % þurrefni
Áburður kg/ha: 1955 3 ára föll P
a. 0P, 0 K, 0 N 29.58 37.61 61 0.23
b. 30 P, 40 K, 30+15= 45 N .... 56.93 61.74 100 0.24
c. 60 P, 80 K, 60+30= 90 N .... 73.45 85.10 138 0.26
d. 90 P, 120 K, 90+45 = 135 N ... 106.70 112.51 182 0.27
e. 120 P, 160 K, 120+60=180 N . .. 121.42 129.81 210 0.28
Fosfór var rannsakaður í sýnishornum frá 1955 í 2. slætti. Slegið var
12. júlí og 3. sept. 1955.
Uppskeran af þessari tilraun er mikil og nokkru meiri en í sams konar
tilraun í Tilraunastöðinni. Landið, sem tilraunin er á, er ræktað úr við-
armólendi, eins og getið er um í skýrslunni frá 1955. Vaxtaraukinn er
mikill, einkum í b-, c- og d-lið, en aftur á móti töluvert minni í e-lið, eða
um 17 hestar, en í hinum liðunum 24 til 27 hestar.
Það má telja nokkuð athyglisvert, að fosfórmagnið er mun minna
heldur en í tilsvarandi sýnishornum í Tilraunastöðinni og mismunur
lítill með vaxandi áburði, og má telja, að fosfórmagnið í þurrefninu sé
nokkru minna heldur en eðlilegt mætti teljast. Hvort það stafar af röng-
um hlutföllum á milli fosfór og köfnunarefnis í áburðarskammtinum eða
af einhverjum öðrum ástæðum, get ég ekki gefið skýringu á, en þarna er
um töluvert sérstætt ræktunarland að ræða, sem er þessir fjalldrapamóar,
sem algengir eru í Axarfirði. I byrjun var gert ráð fyrir, að þessi tilraun
stæði í þrjú ár, og var henni því hætt 1955.
Vaxandi skammtar af N, P og K, nr. 20 1954.
Litli-Hóll.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- % þurrefni
Áburður kg/ha: 1955 1956 3 ára föll Ehv. P
a. 0 P, 0 K, 0 N 32.08 29.06 35.19 58 11.67 0.16
b. 30 P, 40 K, 30+15= 45 N 59.48 52.70 61.23 100 10.87 0.22
c. 60 P, 80 K, 60+30= 90 N 82.61 75.44 84.13 138 11.86 0.25
d. 90 P, 120 K, 90+45 = 135 N 107.32 91.71 104.70 171 12.97 0.31
e. 120 P, 160 K, 120+60=180 N 117.25 101.32 109.82 180 13.17 0.30