Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 56
54
Heyskapurinn gekk eðlilega treglega sumarið 1955 vegna óþurrkanna
og einnig vegna þess, að ekki var unnt að hirða í hlöðuna, sem var í smíð-
um fyrr en seint og um síðir, og var þá heyið orðið myglað í göltunum.
Heyfóðrið var því mjög lélegt og varð að gefa mikinn fóðurbæti.
Fyrri part ársins 1956 héldu vanhöldin áfram í sauðfénu. Ein ær drapst
í skurði á útmánuðum, tvær fórust niður um ís á tjörn, tvær drápust úr
doða nokkru eftir burð og ein (veturgömul) af afleiðingum burðar. Þá
bar einnig nokkuð á lambaláti hjá gemlingunum og tvær ær létu lömbum.
Vanhöld urðu einnig á gimbrarlömbunum. Alls fórust 11 lömb vorið
1956, og er það óvenjulegt, því að hér hefur verið lítið um lambadauða
á vordegi.
Haustið 1956 voru keyptar 25 úrvalsær af Jóni Kr. Ólafssyni á Grund.
Sautján þessara kinda eru hyrndar og af svokölluðu Kubbukyni, sem
ýmsir munu kannast við (sjá Búnaðarrit 1955, bls. 397). Tveir hyrndir
lambhrútar voru keyptir vestan frá Heimabæ á Látrum, Rauðasands-
hreppi, fyrir þessar kindur. Eru nú fjárstofnar tilraunastöðvarinnar tveir,
kollóttur og hyrndur.
Síðastliðið haust voru sýndir sex hrútar frá tilraunastöðinni á sýning-
unni hér á Reykhólum, og hlutu fimm þeirra I. verðlaun og einn II. verð-
laun.
Fullkomnar afurðaskýrslur eru haldnar yfir allt féð.
Eyjahlunnindin voru nytjuð bæði árin að hálfu móti Sig. E. Ólafssyni
á Reykhólum.
Sæmundur Bjömsson, Reykhólum, hefur, eins og að undanförnu, haft
á hendi aðalframkvæmdir tilraunanna.