Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 44
42
Þann 7. september 1954 var tilraunin slegin í þriðia sinn. Voru varð-
belti slegin með handsláttuvélinni, sem þá var ekki búið að breyta og sló
því nokkuð fjarri, en uppskerureitirnir voru slegnir með orfi og ljá, því
að við óttuðumst talsverða endursprettu á sumum liðunum. Endurspretta
varð þó nokkur, og virtist nægileg til þess að geta skýlt rótinni. Vorið
1955 var nokkur hluti tilraunarinnar stórlega kalinn. Á a-reitunum gætti
ekki kals, lítils háttar á b-reitum og svo vaxandi koll af kolli, og mátti
beita, að um algert kal væri að ræða á d- og þó sérstaklega e-reitum.
Varðbeltin voru öll ókalin. Gróður náði sér nokkuð á strik þegar á
leið sumarið, en þó einna sízt e-reitir. Ráðandi gróður á tilrauninni var
vallarfoxgras og vallarsveifgras (sennilega Sv. Botnia og Kanadiskt). Var
kalið mikið farið að jafna sig sumarið 1956.
Eggjahvíta, fosfór og calcium var rannsakað í 1., 2. og 3. slætti 1954,
1955 og 1956. Eggjahvítan er vaxandi með auknum áburði og lítill mun-
ur á P og Ca. Er það hliðstætt því, sem er í tilraun nr. 8 1953, en K er
vaxandi í liðunum frá a—e.
Tilraun með stóra áburðarskammta (II).
Tilraun sú, sem hér fer á eftir, sætti nákvæmlega sömu meðferð og
áður er nefnt árið 1954. Var hún slegin síðast 1954 þann 6. sept. Gróður
í þessari tilraun er mjög blandaður innlendum jurtum, aðallega tún-
vingli og vallarsveifgrasi. Vallarfoxgras er þó ráðandi gróður. Ekkert bar
á kali vorið 1955.
a. b. c.
1953 ......................................... 100.0 99.0 101.0
1954 ........................................... 36.4 81.8 113.6
1955 ........................................... 41.7 42.3 44.2
Árið 1953 var áburður á alla liði 400 kg kalkammonsaltpétur, 200 kg
þrífosfat og 160 kg klórsúrt kalí.
Árið 1954 var áburður sami og í a-, c- og e-liðum í tilraun I.
Árið 1955 var aðeins borið á köfnunarefni, 100 kg á alla liði.
Dreifing N-áburðar í einu og tvennu lagi, nr. 6 1952.
Formi þessarar tilraunar var breytt árið 1956, því að þá var orðið
sýnt, að ekki þýðir, við svipuð veðurskilyrði og hér eru, að skipta 100 kg
skammti af köfnunarefni í tvennt og ennþá síður 75 kg skammti.