Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 114
VII. Skýrsla Bændaskólans á Hvanneyri
MAGNÚS ÓSKARSSON
1. Veðurfar 1956.
Janúar til apríl. Um áramótin var snjólaust á láglendi. Um miðjan
janúar kom dálítið kuldakast, og varð hann kaldasti mánuður ársins.
Febrúar og marz voru hlýir mánuðir, en nokkuð votviðrasamir, enda var
sunnanáttin venjulega ríkjandi. í apríl var oft norðanátt, en þó aldrei
veruleg frost. í apríllok var lítill klaki í jörðu, svo hægt var að hefja jarð-
vinnslu.
Maí. Fyrri hluta mánaðarins var norðanátt ríkjandi, en seinni hlut-
ann var breytileg átt. Vorverkin gengu vel. 17. maí var enn klaki í mýrar-
jörð, en hann var orðinn afar þunnur.
Júní. Um miðjan mánuðinn var sunnanátt ríkjandi, annars var norð-
anátt og þurrkur. Sláttur byrjaði 28. júní. Grasspretta var í meðallagi
góð.
Júlí. Þá var hér breytileg átt. Lítið rigndi, en samt var ekki um
skarpa þurrka að ræða. Júlí var hlýjasti mánuður ársins.
Ágúst. í þessum mánuði var um hér um bil samfellda þurrka að ræða.
Heyskapur gekk því afar vel. Norðanáttin var alveg ríkjandi. Kartöflu-
grös féllu að mestu í næturfrosti 28. ágúst, og var því kartöfluuppskera rýr.
September. Þessi mánuður var yfirleitt hlýr. Gengu hauststörf vel.
Sunnan og austanátt voru að mestu ráðandi, úrkoma var samt ekki mjög
mikil.
Október til desember. Einkennandi fyrir þessa mánuði var hlýindi og
miklar rigningar. Úrkoman í Andakílsárvirkjun mældist vera 1008.8 mm,
þessa þrjá mánuði. Mest rigndi þó í nóvember eða 487.4 mm. Tún voru
græn fram að áramótum.
Á Hvanneyri voru ekki gerðar veðurathuganir. Aftur á móti birtast
hér helztu atriðin úr veðurskýrslum Andakílsárvirkjunarinnar. Hún
stendur í um það bil 4 km fjarlægð frá tilraunalandinu á Hvanneyri.