Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 87
85
árin. Kalí var rannsakað í 1. slætti (slegið 26. júní) 1956. Vaxtaraukinn
fyrir hvern áburðarskammt er nokkuð jafn, b=-a = 21.2 hkg/ha, c-f-b =
19.2, d-f-c = 15.7 og e-:-d = 13.0 hkg/ha.
Það lítur út fyrir að stæðsti skammturinn af áburðinum gefi heldur
minni vaxtarauka en 1., 2. og 3. skammtur. Uppskeruauki er þó lækk-
andi fyrir stærri skammtana 1955 og 1956. Lítið eitt hefur borið á kali í
d- og e-lið og dró það eitthvað úr uppskeru á d-lið 1955. Eggjahvítumagn-
ið er stígandi og fer upp í rúmlega 18%. Fosfórmagnið og kalí breytist
mjög lítið í uppskerunni. Tilraunin er gerð á mýrarjarðvegi.
Sams konar jarðvegur og nr. 18 og 23 hér að framan. Gróður: Blend-
ingur af sjálfgræðslu og sáðgresi. Sáðgresið (háliðagras) kemur mest fram
í liðunum er fá mesta áburðinn.
Yfirbreiðsla á Grindataði með tilbúnum áburði, nr. 31 1955.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1955 1956 2 ára föll
a. 15 tn grindatað 53.79 68.47 61.13 100
b. 15 tn 40 N 64.45 83.32 73.89 121
c. 15 tn 80 N 75.79 94.61 85.20 140
d. 15 tn 60 P, 60 K, 80 N 76.66 95.21 85.94 141
Tilhögun er þessi: Tilraunareitir 4. Samanburðarreitir 4. Stærð reita
7.07x7.07 = 50 m2. Uppskerureitir 5x5 = 25 m2. Tilraunin var gerð í
nokkurra ára nýrækt, sáðsléttu, og er háliðagras ríkjandi gróður. Mýrar-
jarðvegur. Þessi tilraun er hliðstæð tilraunum á hinum stöðvunum.
Grindataðið er vorbreitt. Hér gefa N-skammtarnir um 12 hesta vaxtar-
auka, en hins vegar virðist viðbótarskammtur af P og K í e-lið ekki gefa
teljandi vaxtarauka.
Tilraun með mikroefni, nr. 32 1955.
Áburður kg/ha:
a. 120 N, 70 P, 90 K, 0 Sporomix
b. 120 N, 70 P, 90 K, 50 Sporomix
c. 120 N, 70 P, 90 K, 100 Sporomix
d. 180 N, 120 P, 160 K, 0 Sporomix
e. 180 N, 120 P, 160 K, 100 Sporomix
Hey hkg/ha Hlut-
1955 föll
. . 77.96 100
. . 84.36 108
. . 83.76 107
. . 95.04 122
. . 89.84 115
Tilhögun er hin sama og í tilraun nr. 31 1955. Sams konar land og
nr. 31 1955. Árið 1955 var byrjað á tilrauninni, sem próftilraun, allir