Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 23
21
Á þessari tilraun var byrjað árið 1955, og er tilhögun þessi: Reita-
stærð er 7.07 x 7.07 =50 m2. Uppskerureitir 5 x 5 = 25 m2. Samreitir 4.
Tilraunin er gerð á sama stað og tilraun nr. 6 1950, sem greint er £rá í
skýrslunni árin 1953—1954.
Húsdýraáburðurinn er borinn á að vorinu, og er notuð mykja. Til-
gangurinn með þessari tilraun er að leita eftir því, hversu rnikinn N-áburð
sé heppilegt að nota með 20 tonnum a£ haug og ennfremur að athuga,
hvort vinningur er að því að bera kalí og fosfór með þessu magni af mykju,
eins og gert er í d-lið.
Tilraun með snefilefni (mikroefni), nr. 17, 1956.
Hey hkg/ha Hlut-
Aburður kg/ha: 1956 föll
a. 120 N, 70 P, 90 K, 0 Sporomix 98.89 100
b. 120 N, 70 P, 90 K, 50 Sporomix 91.19 92
c. 120 N, 70 P, 90 K, 100 Sporomix 101.70 103
d. 180 N, 120 P, 160 K, 100 Sporomix 115.48 107
Þessi tilraun er gerð á sams konar landi eins og nr. 16 1956, og er
ráðandi gróður háliðagras (75%), en auk þess vallarsveifgras, túnvingull,
língrös, snarrót, smári o. fl. Stærð reita er 6 x 6 = 36 m2. Uppskerureitir
5 x 5 = 25 m2. Samreitir 4.
Tilgangurinn með þessari tilraun er að leita eftir því, hvort áburður
eins og Sporomix hafi áhrif á uppskeruna og gæði hennar. Sporomix
inniheldur þessi efni:
1. Magnesiumsýringur ...................... 20.000%
2. Kopar.................................... 1.000%
3. Mangan .................................. 0.600%
4. Zink .................................... 0.100%
5. Bór ..................................... 0.080%
6. Cobalt .................................. 0.050%
7. Molybden ................................ 0.025%
Tilraun þessi þarf efalaust að standa um nokkurra ára bil, og segja því
fyrsta árs uppskerutölur lítið um, hver árangur kynni að koma í ljós síðar.