Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 96
94
4. júlí, tekið upp 30. september til 2. október. Rófurnar lítið skemmdar
af maðki. Borið var á 25 kg/ha af bórax.
Meðaltal uppskeru þessi 3 ár bendir til þess að áburðarskammtarnir
í a- og c-liðum séu hentugastir. 205.5 kg N í b-lið virðist ekki gefa neinn
teljandi vaxtarauka, en 315 kg P virðist gefa raunhæfan vaxtarauka. Tvö-
faldur skammtur af kalí (d-liður) virðist fremur draga úr uppskeru. Hag-
felldasti áburðarskammturinn virðist því vera í c-lið.
2. Áburðartilraunir á kartöflum.
Vaxandi skammtar aj N, P og K á kartöjlur, nr. 16 1953.
(Árið 1955)
Liðir 4, samreitir 4, stærð reita 30 m2, uppskerureitir 4x4.8 eða 19.2
m2. Borið á 2. júní, sett niður 3. júní, rakað yfir tilraunina 15. júní,
hreinsað með arfajárni í júlí, hreykt 2. ágúst, tekið upp 8. september,
þá frosið ofan af grasi. Kartöflurnar flokkaðar og sterkja rannsökuð þeg-
ar eftir upptöku. Tilraunin er í Nátthaganum í framræstum mýrarjarð-
vegi, á sama stað og áður. Tegund: Gullauga.
Aburður á ha: 30% N 33% P2Os 37% K,0
a-liður ...................... 80.6 kg 90.0 kg 100 kg
b-liður ..................... 127.4 - 144.0 - 160 -
c-liður ..................... 175.5 - 193.5 - 217 -
d-liður ..................... 213.2 - 240.7 - 265 -
Uppskera hkg/ha Sterkja hkg í noth. uppsk. Hlutföll
Alls Noth. Smælki % Sterkja Þurrefni Alls Noth. Sterkja
a-liður....... 145.8 107.9 37.9 14.0 15.1 21.4 100 100 100
b-liður ......... 178.4 130.1 48.3 13.6 17.7 25.2 122 121 117
c-liður....... 184.9 135.3 49.6 13.6 18.4 26.2 127 125 122
d-liður ......... 186.8 123.3 63.5 11.4 14.1 21.2 128 114 93
Vaxandi skammtar af N, P og K á kartöflur, nr. 16 1953.
(Árið 1956)
Tilraunin er í Nátthaganum í framræstum mýrarjarðvegi, borið á 26.
maí, sett niður 29. maí, ca 23 tn. á ha. Rakað yfir 13. júní, hreinsað 5.
júlí, hreykt 18. júlí, hreinsað með arfajárni í ágúst, tekið upp 7. septem-
ber. Grasið frosið niður 8. ágúst. Tegund: Gullauga. Flokkaðar og sterkja
rannsökuð þegar eftir upptökuna.