Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 18
16
Dreifingartímar á Kjarna, nr. 5 1955.
Hey hkg/ha Meðaltala Hlut-
Áburður kg/ha: 1955 1956 2 ára föll
a. Enginn N-áburður 27.95 27.94 27.95 38
b. 1. dreifingartími 79.47 68.54 74.01 100
c. 2. dreifingartími 80.01 58.71 69.36 94
d. 3. dreifingartími 69.78 66.74 68.26 92
e. 4. dreifingartími 58.66 56.70 57.68 78
Þessi tilraun er tekin upp 1955 og gerð á sama landi og tilraun nr. 3
1949, sem greint er frá í síðustu skýrslu. Árið 1955 var dreifingartíminn
þannig: 2. maí, 21. maí 31. maí og 8. júní. Árið 1956 var dreifingartím-
inn: 2. maí 12. maí, 22. maí og 5. júní. Vorið 1955 var ekki hægt að bera
á c-reiti í kringum 10. maí vegna þess, að um það leyti gerði nokkurn snjó,
sem ekki tók upp fyrr en um þann 20. Annar dreifingartími reyndist þá
beztur, enda var þá borið á raka og þíða jörð, en 1. dreifingartími reynd-
ist svo til eins vel. Þótt borið væri á 2. maí eða um 20 dögum fyrr 1956,
reyndist 1. dreifingartími beztur. Bæði árin reyndist 4. dreifingartími
óeðlilega illa, og stendur það sennilega í sambandi við veðurfarið, því að
1955 gerði hlýindi og þurrka síðast í maí og júní og 1956 var góður
sprettutími síðast í maí og í byrjun júní.
Mismunandi magn af kali- og fosfóráburði á móti 120 N, nr. 12 1953.
Hey hkg/ha Meðalt. Hlut- % þurrefni
Áburður kg/ha: 1955 1956 4 ára föll Ca P c
a. 120 N, 0 P, 0 K . . 62.50 70.03 68.17 100 0.63 0.23 0.93
b. 120 N, 60 P, 150 K . . 65.82 92.34 82.89 122 0.56 0.26 1.54
c. 120 N, 90 P, 150 K . . 78.00 91.96 90.73 133 0.57 0.29 1.68
d. 120 N, 120 P, 150 K . . 72.63 90.44 91.99 135 0.58 0.30 1.75
e. 120 N, 120 P, 100 K . . 66.52 82.88 78.84 116 0.65 0.33 1.43
f. 120 N, 120 P, 50 K . . 63.12 82.50 76.74 113 0.32
Calcium, fosfór og kalíum var rannsakað í sýnishornum frá 1954 og
1955, í 1. og 2. slætti 1954 og 2. slætti 1955. En f-liður er einungis rann-
sakaður í 2. slætti 1954, en kalíum og calcium er þó ekki rannsakað.
Eins og frá er greint í síðustu skýrslu (1955), kom fram vaxtarauki
fyrir stærstu skammtana af P og K, eða í d-lið, og helzt hlutfallið líkt í
fjögurra ára meðaltali.
Rannsóknir á fosfór bera það einnig með sér, að töluverður munur
er á fosfórinnihaldi í % þurrefni, og er sá munur öllu meiri en í upp-
skerunni af ha. Kalímagnið virðist nokkuð breytilegt, en þó skera a- og e-