Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 10
8
gekk til suðurs. Annars voru engin veruleg hlýindi og oft frost um nætur.
í lok mánaðarins var jörð snjólaus og einnig frostlaus.
Mai. Fremur var kalt fram að 18. maí og oftast norðan- og norðvestan-
átt með úrkomum annað slagið. Frost var nokkrum sinnum um nætur,
og gróðri fór því mjög hægt fram. Jörð var hins vegar klakalaus og þorn-
aði því fljótlega um, þannig að vorstörf gátu hafizt í byrjun mánaðarins.
fiinn 19. maí hlýnaði heldur í veðri og hélzt svo út mánuðinn. Tók þá
gróður miklum framförum, og var trjágróður að skipta litum um það
leyti.
Júni. í byrjun mánaðarins kólnaði mjög í veðri þannig, að meðalhiti
sólarhringsins var ekki nema 1.9—4.7° þann 1,—7. júní. Flestar nætur
fór hitinn niður í 0.0—1°. Mátti því heita að frost væri um nætur. Vindur
var norðlægur allan mánuðinn nema dag og dag, þegar sló á norðanáttina.
Kaftöflur voru settar niður frá 26. maí til 5. júní. Úrkoma var 1 ítil í mán-
uðinum og oft sólskin á daginn. Þrátt fyrir kaldan júnímánuð fór túnum
hér í Eyjafirði sæmilega fram, og hófst sláttur hér 20. júní.
Júlí. Fyrstu tíu daga mánaðarins var hitinn 7—9° og því ekki um
sumarhlýindi að ræða, en frá 11.—25. júlí var hlýtt í veðri, enda þótt ekki
væri um verulega sunnanátt að ræða, því aðalvindátt mánaðarins var
norðlæg. Heyskapartíð var sæmileg, einkum fyrri hluta mánaðarins. Þann
26. kólnaði aftur í veðri, og voru norðankuldar til mánaðamóta. Meðal-
Iiiti mánaðarins var 1 ° undir meðallagi.
Ágúst. Aðfaranótt 1. ágúst gerði víða frost hér í Eyjafirði, þarinig að
kartöflugras féll algjörlega sums staðar. Töluvert sá á kartöflugrasi í görð-
um í Kjarnalandi. — Stöðug norðanátt og kuldar héldust allan mánuðinn
fram að 31. ágúst, en þá brá til sunnanáttar og hlýnaði í veðri. Aðfaranótt
28. ág. gerði mikið frost. Lágmarksmælir sýndi 2.2° C. Kom frostið
snemma um kvöldið og var allt gaddfreðið um morguninn, og gjörféll
þá allt kartöflugras hér í Tilraunastöðinni og víðast hvar annars staðar
hér um slóðir. Næstu nótt á eftir gerði einnig frost, þótt heldur væri það
vægara en nóttina áður. Lágmarksmælir sýndi þá 1°. Úrkoma var hins
vegar lítil, en hún féll mikið sem smáskúrir, og var því heyskapartíð erfið
í mánuðinum. Meðalhiti mánaðarins var aðeins 8°, eða um 1.2° fyrir
neðan meðallag. Tún spruttu mjög dræmt, og var 2. sláttur mjög rýr og
sama og enginn, þar sem ekki var borið á milli slátta og slegið snemma.
Júní, júlí og ágúst eru því einhverjir köldustu mánuðir, sem komið
hafa um langt árabil hér um slóðir, og verður ekki annað sagt, en að þetta
hafi verið sannkallað kuldasumar með lítilli grassprettu, einkum á útjörð,
sem var með allra lélegasta móti, og lítilli sem engri garðauppskeru víða
um sveitir.
September. 1 lok ágúst (31.) breytti algerlega um tíðarfar og gerði