Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 15
13
Þessi tilraun hefur staðið í sex ár og má segja, að áhrif köfnunarefn-
isins hafi farið minnkandi, einkum hinna stærri skammta. Sennilega er
einhver forði af kalí og fosfór í landinu ennþá, þar sem lítið er borið á
af N, eins og í b- og c-lið. Meðaltalstölurnar sýna, að í a—d-liðum gefur
kalí og fosfór 21% vaxtarauka.
í d- og e-liðum hafa uppskerutölumar stöðugt lækkað. Grasið er þar
orðið blágrænt að lit, en á a-lið er það ljósgrænt.
Köfnunarefnisáburður, borinn á i einu og tvennu lagi, nr. 8 1951.
Heyhkg/ha Meðaltal Hlut- Meðaltal %
Áburður kg/ha: 1955 5 ára föll þurre. ehv.
a. 60 P, 75 K, 100 N í einu .... 53.78 69.69 100 14.20
b. 60 P, 75 K, 60 + 40 N 51.80 69.02 99 14.15
c. 60 P, 75 K, 75 N í einu 49.59 60.94 88 13.05
d. 60 P, 75 K, 50 + 25 N 51.62 59.23 85 14.07
Eggjahvíta var rannsökuð í sýnishornum frá 1955 úr 1. og 2. slætti,
en slegið var 13. júlí og 1. sept.
Þessi tilraun hefur nú staðið í fimm ár og er henni lokið. Arangur
hennar er sá, að enginn vinningur er að því að tvískipta 75—100 kg N-
skammti á hektara. Rannsóknin á eggjahvítumagni heysins sýnir einnig,
að enginn teljandi munur er á eggjahvítumagninu í liðunum a og b og
tilsvarandi í liðunum c og d. Af þessari tilraun virðist því mega draga þá
ályktun, að ekki sé ástæða til þess að ráðleggja skiptingu þessa magns af
N-áburði, sem hér hefur verið reyndur.
N-áburður borinn á i einu og tvennu lagi, nr. 8 1956.
Áburður kg/ha:
a. 90 P, 100 K, 100 N í einu
b. 90 P, 100 K, 150 N í einu
c. 90 P, 100 K, 75 + 75 N .
d. 90 P, 100 K, 100 + 50 N
Hey hkg/ha Hlut-
1956 föll
63.35 100
76.71 121
60.45 96
78.95 125
Á þessari tilraun er byrjað árið 1956. Er hún gerð í framhaldi af hlið-
stæðum tilraunum um skiptingu N-áburðar, en ekki hefur virzt hafa þýð-
ingu að skipta köfnunarefnisáburði, sem verið hefur unclir 100 kg N á ha.
Hins vegar má ætla, að vinningur sé að því að skipta 150 kg skammti
eins og gert er í þessari tilraun.
Tilraunin er gerð á sama stað og tilraun nr. 8 1951 og með sömu til-
högun. Reitastærð 7.07 x 7.07 m og uppskerureitir 5 x 5 m = 25 m2.