Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 112
VI. Skýrsla Bændaskólans á Hólum
ÁRNIJÓNSSON
1. Tilraunastarfsemin.
Arið 1956 var byrjað á skipulegri tilraunastarfsemi á Hólum, að vísu
var byrjað í mjög smáum stíl því skólinn hafði ekki neinn sérstakan
mann til þess að annast framkvæmd tilraunanna á staðnum.
Árni Jónsson tilraunastjóri á Akureyri sá um framkvæmd tilraun-
anna 1956, valdi tilraunaland, mældi út fyrir tilraunum, sá um dreifingu
áburðar, uppskeru og útreikning á tilraunabók.
Það er meining skólans að auka jarðræktartilraunir á næstu árum,
eftir því sem fjárframlög til tilrauna og ástæður leyfa og ráða sérstakan
mann til þess að hafa framkvæmd tilrauna með höndum.
2. Áburðartilraunir.
Tilraun með vaxandi N, P og K (180 N), nr. 13 1956.
Hey hkg/ha Hlut-
Áburður kg/ha: 1956 föll
a. Áburðarlaust...................... 13.3 49
b. 30 P, 40 K, 30+15 = 45 N . 27.0 100
c. 60 P, 80 K, 60+30 = 90 N . 34.2 127
d. 90 P, 120 K, 90+45 =135 N . 50.4 187
e. 120 P, 160 K, 120+60 = 180 N. 60.8 225
Tilhögun var þannig: Reitastærð 6x6 m = 36 m2. Uppskerureitir
5x5 m = 25 m2. Samreitir 5.
Tilraunin er gerð niður á bökkum. Jarðvegur er fremur harður,
sandblendinn móajarðvegur.
Gróður á tilraunalandinu er dálítið ójafn en háliðagras víða ráðandi
gróður og auk þess sveifgrös, túnvingull og snarrót. Þetta er nokkurra
ára sáðslétta.
Tilraunin var slegin aðeins einu sinni, spratt seint og var slegið um
miðjan júlí og endurvöxtur var mjög lítill. Síðari skammtur af köfnun-
arefninu hefur því ekki haft áhrif á uppskeruna.