Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 12
10
tekið með vegna mistaka á merkingum. Ennfremur hafa verið tekin jarð-
vegssýnishorn af flestum tilraunum haust og vor, og eru fyrirhugaðar
rannsóknir á þessum svnishornum, en ennþá hefur ekki unnizt tími til
þeirra rannsókna.
Þá verður sami háttur hafður á og í fyrri skýrslum, að geta hinna
einstöku áburðarefna sem N, P og K, til þess að spara rúm. — N þýðir
jafnan hreint köfnunarefni, P þýðir magn af P2Og í fosfóráburði, og K
þýðir magn af K20 í kalíáburði. Verður þessi háttur hafður í allri þess-
ari skýrslu.
Þar sem ekki er annars getið, eru þessar tegundir af tilbúnum áburði
notaðar: 33.5% köfnunarefnisáburður (Kjarni), 45% þrífosfat og 60%
kalíáburður.
Þess verður getið í þessum skýrslum frá öllurn stöðvunum, svo og
skýrslum frá bændaskólunum, hver tilhögun er á nýjum tilraunum. Um
tilhögun eldri tilrauna verður ekki getið, nema að einhverjar breytingar
liafi átt sér stað í framkvæmd þeirra.
Með uppskerutölum tilraunanna eru birtar upplýsingar um efna-
rannsóknir heysýnishorna, og er tekið einfalt meðaltal af 1. og 2. slætti
og einnig meðaltal ára.
Efnarannsóknirnar eru gerðar allvíða að umtalsefni í textanum með
tilraununum, meðal annars vegna þess, að þessi skýrsla er fyrsta skýrslan,
sem hægt er að birta efnarannsóknir samfara uppskerutölum.
A. Tilraunir með túnrækt.
1. Áburðartilraunir.
Eftirverkun á fosfóráburði, nr. 4, 1938.
Hey hkg/ha Meðalt. Hlut- Mt. % þurrefni
Áburður kg/ha: 1955 1956 7 ára föll P K
a. 67 N, 96 K, 0P ................ 62.54 61.32 59.43 84 0.13 1.70
b. 67 N, 96 K, 0 P ............... 77.53 75.74 70.37 100 0.18 1.77
c. 67 N, 96 K, 0 P ............... 73.52 85.12 75.50 107 0.14 1.91
d. 67 N, 96 K, 0 P ............... 81.43 73.73 71.54 102 0.16 1.91
e. 67 N, 96 K, 51 P ......... 83.11 93.94 87.74 125 0.21 1.47
Fosfór og calcium var rannsakað í sýnishornum frá 1954 og 1955, og
er meðaltal af 1. slætti 1954 og 1. og 2. slætti 1955.
Þessi tilraun hefur staðið í 19 ár, og á því tímabili hefur a-liður aldrei
fengið fosfóráburð. Er ljóst af rannsóknum á uppskeru a-liðs, að fosfór-
magn í heyinu er mjög lágt, eða 0.13% í þurrefni. Samanborið við e-lið