Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 57
III. Skýrsla Tilraunastöðvarinnar á Sámsstöðum
árin 1955 og 1956.
KLEMENZ K R. KRISTJÁNSSON
1. Veðurfar 1955 og 1956.
a. Árið 1955.
Veturinn, frá nýjári fram að apríl, var kaldari en venjulega, vinda-
og snjóasamur, einkum í janúar og febrúar. Marz var í meðallagi hlýr,
snjóléttur og oft hagstætt veður.
Vorið, apríl og maí, votviðrasamt í byrjun, og hlýindi yfir meðallag,
auð jörð í apríl og byrjað að grænka. Jörð varð klakalaus í byrjun maí en
hiti neðan við meðallag. Kuldakast allhart kom 10.—19. maí, og tók það
fyrir allan gróður. Vorsáning korns hófst 23. apríl og var lokið 20. maí.
Kýr voru fyrst látnar út um þann 20. og byrjað að setja niður í garða um
sama leyti. Vorið var fremur óliagstætt fyrir allan gróður, en oft var gott
vinnuveður.
Sumarið, júní—september, var þurrviðrasamt fram að 17. júní, en úr
því breytti um veðráttu, sem hélzt síðan allt sumarið, með litlum úrtökum.
Sláttur hófst víða 5.—10. júlí, og var þá orðin gild og góð spretta, en
votviðrin héldust allan heyskapartímann óslitið og kuldi og úrkoma flesta
daga. Hröktust liey mjög og ónýttust af regni og veðrum, einkum 18.—19.
ágúst og 21. september. Þann 12. sept. gerði allgóðan þurrk, sem stóð í
átta daga, og má segja að þá bjargaðist öll heyuppskera á óþurrkasvæðinu.
Bygg náði lélegum þroska um 20. sept. og hafrar einnig, en á Geitasandi
á Rangárvöllum varð fullþroskað Sigurbygg og Orionhafrar seinni hluta
september. Kartöflur spruttu illa, og varð uppskera víða ekki meiri en
2—3-falt útsæði. Grasfræ náði lélegum þroska. Helzt var að háliðagras og
túnvingull næði þroska, en spírun fræsins var mjög lág, eða um 40%.
Má með fullum sanni segja, að sumarið hafi allt reynzt það óhagstæðasta,
er komið hefur í þessari öld, bæði hvað veðurfar snerti og allan þann ár-
angur, sem sumarið gaf í slæmri nýtingu heyforðans.
Haustið (október—nóvember). Tíðarfar var milt og næstum frostlaust
í október, og hélzt það tíðarfar fram í miðjan nóvember. Úr því tók að
frjósa á auða jörð, en þó var úrkoma annað slagið. Allt korn náðist allvel