Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 57

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 57
III. Skýrsla Tilraunastöðvarinnar á Sámsstöðum árin 1955 og 1956. KLEMENZ K R. KRISTJÁNSSON 1. Veðurfar 1955 og 1956. a. Árið 1955. Veturinn, frá nýjári fram að apríl, var kaldari en venjulega, vinda- og snjóasamur, einkum í janúar og febrúar. Marz var í meðallagi hlýr, snjóléttur og oft hagstætt veður. Vorið, apríl og maí, votviðrasamt í byrjun, og hlýindi yfir meðallag, auð jörð í apríl og byrjað að grænka. Jörð varð klakalaus í byrjun maí en hiti neðan við meðallag. Kuldakast allhart kom 10.—19. maí, og tók það fyrir allan gróður. Vorsáning korns hófst 23. apríl og var lokið 20. maí. Kýr voru fyrst látnar út um þann 20. og byrjað að setja niður í garða um sama leyti. Vorið var fremur óliagstætt fyrir allan gróður, en oft var gott vinnuveður. Sumarið, júní—september, var þurrviðrasamt fram að 17. júní, en úr því breytti um veðráttu, sem hélzt síðan allt sumarið, með litlum úrtökum. Sláttur hófst víða 5.—10. júlí, og var þá orðin gild og góð spretta, en votviðrin héldust allan heyskapartímann óslitið og kuldi og úrkoma flesta daga. Hröktust liey mjög og ónýttust af regni og veðrum, einkum 18.—19. ágúst og 21. september. Þann 12. sept. gerði allgóðan þurrk, sem stóð í átta daga, og má segja að þá bjargaðist öll heyuppskera á óþurrkasvæðinu. Bygg náði lélegum þroska um 20. sept. og hafrar einnig, en á Geitasandi á Rangárvöllum varð fullþroskað Sigurbygg og Orionhafrar seinni hluta september. Kartöflur spruttu illa, og varð uppskera víða ekki meiri en 2—3-falt útsæði. Grasfræ náði lélegum þroska. Helzt var að háliðagras og túnvingull næði þroska, en spírun fræsins var mjög lág, eða um 40%. Má með fullum sanni segja, að sumarið hafi allt reynzt það óhagstæðasta, er komið hefur í þessari öld, bæði hvað veðurfar snerti og allan þann ár- angur, sem sumarið gaf í slæmri nýtingu heyforðans. Haustið (október—nóvember). Tíðarfar var milt og næstum frostlaust í október, og hélzt það tíðarfar fram í miðjan nóvember. Úr því tók að frjósa á auða jörð, en þó var úrkoma annað slagið. Allt korn náðist allvel
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.